Jæja, á morgun er vika síðan ég kom hingað og þetta leggst ennþá bara ljómandi vel í mig. Er byrjuð að skoða mig um og sækja um námskeið svo nú er að bíða aðeins og sjá hvað verður. Brjálað að gera hjá Ragganum í skólanum, 2 próf á mánudag og 1 á þriðjudag. Inn á milli höfum við samt verið að snattast í íbúðarsansi og þetta er farið að taka á sig betri mynd. Í gær fórum við með Felix sem er einn af Íslendingunum úr liðinu í smá búðarmissjón. Byrjuðum á EarthFare en það er frábær búð, þeir eru nær eingöngu með hollustuvörur og allt á milli himins og jarðar. Fann þar sýróp, kókosolíu, spelt og bygg en það var ekki möguleiki að finna það í hinum stærri búðunum. Næsta stopp var WalMart en þar keyptum við okkur eldhúsborð og 4 stóla eftir mikla baráttu í að finna slíkt sett. Það er alls ekki auðvelt að kaupa eldhúsborð og stóla og það er allt frekar dýrt, bæði notað og nýtt. En við sem sagt enduðum á einu sem kostaði 15.000 og vorum nú bara nokkuð sátt með það. Ég fann nokkrar myndir á veggina og svo keyptum við skrifborð til að hafa í svefmherberginu. Það var ekki vandamálið að smella þessu heim í Fákinum góða sem reyndist vera 6 manna kvikindi. Jújú það er sæti í miðjunni frammí svo við sátum öll frammí með herlegheitin í skottinu. Raggi ætti mögulega að fara taka aukapening fyrir að sækja hluti úr WalMart eða Target og koma þeim til fólks og setja saman, hann er algjört Ikeabæklingasjení svo það skotgengur hjá honum að smella saman einu skrifborði eða svo. Nú við skutluðum Felix heim og við tók erfitt labb uppá okkar hæð með dótið. Neinei nágranni frá himnaríki var mættur eins og svo oft áður til að hjálpa okkur. Ég slepp alltaf því hann virðist alltaf vera út á plani þegar við erum búin að versla mikið :)) Nema hvað að hann sér eldhússettið í skottinu og bara HEY ..... vinur minn keypti alveg eins sett í síðustu viku og er að fara flytja, viljiði ekki bara eiga hans?? Jújú vinnurinn mætti og staðfesti þetta. Hann hafði keypt nákvæmlega þetta sett og vildi gefa okkur það, sem og hornskrifborð og fleira dót. Við vorum auðvitað mjög ánægð og eldhússettið fór ekkert lengra úr bílnum og Raggi er í þessum skrifuðu orðum að skila því! Þessi nágranni er lýsandi dæmi fyrir Bandaríkjamann og fólkið hérna en hann reyndist vera verkfræðingur og er að byggja flugvél inn í íbúðinni sinni, mjög svalur og fínn náungi og við erum búin að bjóða honum í mat í næstu viku fyrir alla hjálpina. Svo eldhúsborð og stólar mæta á Vatnsendann (Water Hill Road) næsta mánudag og þá fer þetta að verða ansi notalegt. Ég ætla samt að láta fjúka inn smá sýnishorn af því sem komið en athugið að þetta er ekki alveg tilbúið.
XXX Líf
ps. Allar líkur á að ég muni splæsa í gott blogg um helgina þar sem ég er ein heima í 2 nætur. Ragginn á leið í keppnisferðalag. Ég sagði honum að kenna mér að rata í stærsta mollið og þá er ég bara nokkuð góð :)
Eigið góða helgi :*
 |
Baðherbergið |
 |
Arin, mjög kósý |
 |
Fataherbergi sem er snilld og möst have fyrir hverja stelpu |
orðið voðalega fínt hjá ykkur :) heyrumst fljótlega!
ReplyDeleteÉg elska það alveg að lesa bloggin þín Líf. Ameríka er náttúrlega bara snilld, ég bjó næstum því eimmit í Wal-mart þegar ég var úti :-) En hafðu það rosa gott Líf og njóttu þín í botn!
ReplyDelete