Sunday, August 12, 2012

101

Aldeilis langt síðan síðast :)

Þar sem ég tími nú ekki að skilja við bloggið mitt þá ætla ég að halda áfram með ýmislegt sem mér finnst áhugavert og einhverjar fréttir líka! Vona að þið hafið gaman að..

Margt gerst síðan síðast, við erum flutt í kjallaraíbúð í hundrað og einum og kunnum afar vel við okkur. Ég er byrjuð að vinna á Kex hostel, sem er snilldarstaður alveg hreint. Nánast bara annar heimur ef ég leyfi mér að taka svo sterkt til orða! Sjón er allavega sögu ríkari.

Smá skemmtilegt dundur úr íbúðinni en það er eitthvað það skemmtilegasta sem ég veit að sansast í íbúðinni, þræða Góða hirðinn og fleiri búðir í þeim dúr. Alltaf eitthvað sem maður finnur skemmtilegt og nothægt.


Gamall skápur sem múttan gaf okkur og við Raggi máluðum hvítan! 

Málningarvinna í hámarki, best að vera með 1-2 vinnumenn
í málinu!


Mér þykir voða vænt um útvarpið sem prýðir eldhúsvegginn.

Bara smá smá :)

- Líf


No comments:

Post a Comment