Haustið nálgast og maður er aldeilis farin að finna fyrir því á morgnana á leiðinni í vinnuna. Veðrið breyttist mjög snögglega og mér finnst ég
En það er einhver alvegs sérstök tilfinning sem kemur yfir mig á þessum tíma ársins. Þetta er einhver bjartsýnis- og tilhlökkunartilfinning. Það stendur alls staðar eitthvað til, fólk er að byrja aftur að vinna eftir sumarfrí, skólinn hefst og almenn rútína fer í gang.
Rútina er eitthvað svo rosalega þæginlegt fyrirbæri, maður fær öðru hverju ótrúlega mikið leið á henni en það er samt alltaf jafn gott þegar hún tekur yfir aftur.
Eins og ég er rosalega mikill sumaraðdáandi með öllu sem því fylgir þá verð ég að viðurkenna að þetta eru líka einn uppáhaldstíminn minn á árinu. Mér finnst vera spenningur og metnaður í loftinu, fólk sem er að hefja nýtt nám eða hefja nám að nýju og er staðráðið í að standa sig vel og gera betur.
Ég held að ég sé ekki ein um þessa skoðun!
Nú hefst skólinn á mánudaginn, viðskiptafræði mun það vera ásamt Kexinu þar sem ég er búin að vera í einn mánuð núna og kann afar vel við mig. Ég hlakka líka rosalega til að byrja í skólanum en það er kannski ekkert skrítið, ég er líka manneskjan sem byrjaði í júlí að merkja blýanta og strokleður því ég var svo spennt að byrja aftur í skólanum. Mér finnst ég líka vera búin að finna nám sem hentar mér og það er líka spennandi tilfinning.
Svo líður okkur afar vel hérna á Tjarnargötunni og það skemmir alls ekki fyrir að skólinn er hinum megin við götuna :) Og 5 mínútur fyrir mig að hjóla í vinnuna.
Svo áður en við vitum af verða komin jól og það er minn allra uppáhalds tími, ég er í laumi byrjuð að plana hvernig ég ætla að skreyta litlu íbúðina okkar. Maður er náttúrulega ekki alveg í lagi!
Njótum haustsins í botn!
Kuldinn og myrkrið er bara afsökun til að nota fleiri kerti :)
- Líf
No comments:
Post a Comment