Þetta fékk ég aldeilis að upplifa í gær. Fór með vinnufélögunum útað borða eftir vinnu og við lentum í allsvakalegri upplifun!
Smokkfiskur, þorskur, kjúklingasalat, lax, nautasteik, svínasteik og lambasteik, rataði allt á borðið hjá okkur í svokallaðri mataróvissuferð. Boðið var uppá rautt og hvítt ásamt því sem ég fékk mér dásamlegan bláberjamohitó kokteil!
Eftirréttirnir komu á risa bakka og ég hugsa að allt sem heitir eftirréttur hafi verið fundið til á bakkann og var það svo sannarlega rúsínan í pylsuendanum.
Það sem stóð reyndar uppúr hjá mér var hrefnusteikin, aðra eins dásemd hef ég _aldrei_ látið ofan í mig. Hún var fullkomlega elduð, yndislegt bragð, borin fram með djúpsteiktum sveppum og bráðnaði gjörsamlega í munninum á manni. Gleymi þessu seint :)
![]() |
Matuinn er borin fram á íslensku grjóti |
Svo er svo gaman að gera vel við sig öðru hvori í skemmtilegum hóp.
Mæli með þessum stað fyrir allt og alla!
http://www.grillmarkadurinn.is/
http://www.grillmarkadurinn.is/
No comments:
Post a Comment