Uppáhalds leikstjórinn minn !
Woody Allen
"Woody Allen er fæddur 1. desember 1935 sem Allen Stewart Königsberg. Hann er bandarískur leikari og leikstjóri. Allen skrifar og leikstýrir eigin kvikmyndum og hefur leikið í meirihluta þeirra. Hann leitar innblásturs í bókmenntum, heimspeki og sálfræði.
Fyrri myndir hans eru nánast ástarjátninging frá honum til fæðingarborgar sinnar, New York. Í nýrri myndum hans má þó sjá hvernig hann hefur fært sig yfir til Evrópu og eru þær myndir ekki aðeins lýsing á skrautlegu mannlífinu heldur einnig sýning á töfrum borganna þriggja (Barcelona, París og Róm)
- Vicky Christina Barcelona
- Midnight in Paris
- Match point
- You will meet a tall dark stranger
Þetta eru svona uppáhalds myndirnar mínar með honum en ég hef reyndar ekki séð allar.
Þessi bloggfærsla er gerð í tilefni þess að í kvöld fórum við á nýjustu mynd hans "To Rome with love" en mér fannst hún æðisleg.
Myndirnar hans eiga það sameiginlegt að vera rosalega mannlegar en um leið hnyttnar og skemmtilegar. Svo ekki sé talað um æðislegt umhverfi og góða leikara!
Mæli með þessum kappa og hans myndum!
- Líf
|
No comments:
Post a Comment