Monday, October 31, 2011

Halloween, Florida & væntanlegar heimsóknir

Jæja, þá fer að styttast í að ég sé búin að vera hér úti í einn mánuð og enn er allt rosalega fínt og flott.
Síðasta vika var mikil prófavika hjá Ragga og yfirmaðurinn í D1 heldur mér alveg við efnið með ýmsum æfingum sem ég þarf að læra heima, Lögmálum Newtons og ýmsu skemmtilegu.  Strákarnir fóru að keppa á miðvikudaginn í síðustu viku í Atlanta, þar unnu þeir 3-2. Raggi var síðan kominn heim seint sama kvöld og þá var splæst í skonsur til að fagna góðum sigri. Helgin gekk svo í garð og við Raggi tókum X-Factorinn á föstudagskvöldið, ég elska þessa þætti. Finnst fyrirkomulagið svo skemmtilegt að það toppar jafnvel American Idol ! Fékk þær yndislegu fréttir að móðir, Valdi, Snorri og Viggligg voru að bóka flug hingað til okkar, að vísu í mars á næsta ári..... Ég er samt ótrúlega spennt, svo eru tengdó að stefna á Páskana! Verður súper gaman að fá gesti hingað til okkar, vinir & vandamenn þið vitið af svefnsófanum og sundlaugargarðinum!!!

Laugardagsbakstur

Vinirnir í Birmingham
Á laugardaginn var dagurinn tekinn snemma, þrek og svo bakaði ég mömmusnúða, bananabrauð, skonsur og muffins, strákarnir komu svo Raggi, Felix og Esra eftir æfingu og slátruðu þessu auðveldlega. Langt síðan ég hef fengið alvöru heimabakstur :) Klikkar ekki. Eftir kaffið brunuðum við til Birmingham þar sem við vorum mætt um sjö leytið, þar var leikur hjá Arnþóri og Andra Geir. Hittum líka Emil og fleiri Íslendinga sem voru að horfa á leikinn. Eftir leikinn var svo Íslendingahittingur á Cheese Cake Factory þar sem við hittumst öll og fengum okkur ljúffengan mat. Síðan var haldið heim enda stór dagur framundan.


Sunnudagurinn var næstur á dagskrá og þá var heimaleikur, UAH - West Florida. Erfiður leikur og lika mjög mikilvægur uppá framhaldið! Leikurinn hófst um 3 leytið og við nágraninn skelltum okkur saman, liðin skiptust á færum en ekkert gerðist. Endaði í framlengingu 2x10 minútur sem virkar þó þannig að ef annað liðið skorar þá er leikurinn búinn svo það var mikið undir. Þegar það voru 2 mínútur eftir af seinni framlengingu var dæmt víti og það var enginn annar en RÞG sem skellti sér á vítalínuna. Það var algjör þögn í stúkunni og ég hélt fyrir augun úr stressi. Raggi skoraði og þvílík stemning sem braust út !! Fólkið var alveg brjálæðislega ánægt og ég var knúsuð alveg í klessu af áhorfendum, bara gaman!

Vítaskyttan á örlagastundu

Það var nú ekki annað í stöðunni en að fagna þessu og við smelltum okkur upp í Latarbæjarbúningana. Ég fékk að vísu tölvupóst á fimmtudeginum um að Sollubúningurinn kæmi ekki ! Svo að ég þurfti að fara í þvílíka saumavinnu en það gekk að lokum. Fórum í ekta Amerískt partý þar sem spilað var Beer-Pong eins og enginn væri morgundagurinn. Fólk fattaði Lazytown misvel, sumir höfðu aldrei heyrt um það en aðrir höfðu séð það í sjónvarpinu hjá litla bróðir eða eitthvað álíka.

Latibær // Lazytown

Rólegur dagur í dag, Raggi að fara í 3 próf í vikunni og svo í keppnisferðalag til Florida frá fimmtudegi - sunnudags. Það vill svo skemmtilega til eins og áður hefur komið fram þá er fólkið hérna með mastersgráðu í almennilegheitum svo að í staðinn fyrir að vera ein heima þá er búið að bjóða mér með !! Já, ég er sem sagt að fara með foreldrum eins stráksins, kærustu og tengdarforeldrum til Florida!! Á hótel sem er á ströndinni :) Þar verð ég að spóka mig um í sólinni og kíki auðvitað líka á leiki hjá strákunum. Ég hlakka mikið til og er rosalega þakklát, konan sem bauð mér kom tvisvar til mín á leiknum. Í annað sinn til að láta mig fá ferðaráætlun og í seinna skiptið til að spyrja mig hvað ég vildi borða í ferðinni ! Yndislegt fólk í alla staði , ljúfa líf :)
Eigið góða viku
XXX Líf

Wednesday, October 26, 2011

Vika 3

Góðan daginn !
Verð nú að byrja á því að mér finnst fyrirsögnin hreinlega ótrúleg, mér finnst ég hafa verið hérna miklu lengur en í 3 vikur. Samt alls ekki þannig að mér leiðist hérna eða svoleiðis, meira bara mér finnst svo mikið hafa gerst á stuttum tíma.
Ég heimtaði afmælismynd fyrir svefninn!
Jú  hvað hefur gerst síðan síðast, alveg rétt. Ég gerðist ökuníðingur í Bandaríkjunum, var tekin af löggunni og já.... bara mæli ekki með því. Þetta byrjaði nú bara þannig að ég smellti mér í vinnuna á góðum fimmtudegi og var rétt komin niður fyrir húsalengjurnar þegar ég heyri í sírenum og sé ljósin í afturglugganum. Ég, skítstressuð _aldrei_ verið stoppuð af lögreglu, keyri út í kant og bíð eftir því sem koma skal. Áframhaldið var hrikalegt, lögreglan var rooooosalega erfið ef ég get orðað það þannig. Hann æpti á mig og spurði hvort ég væri að keyra í fyrsta sinn? Neinei sagði ég, má ég
spyrja hvað ég gerði rangt!? Jújú grunaði ekki gvend. Þannig er nú mál með vexti hérna í Bandaríkjunum að það eru STOPP merki , ALLS staðar!!! Nema hvað að það verður að stöðva öll hjól, sem ég veit vel, jafnvel þó að maður sjái að maður komist vel. Þá hafði ég sem sagt hægt vel á mér, greinilega ekki stoppað alveg nógu vel þó! Algjörlega óvart, en minn maður sagði að ég hefði keyrt framhjá skiltinu án þess að svo mikið sem líta upp!!!! Nú hann hélt áfram fögrum orðum, til dæmis um að ökuskirteinið mitt væri eitthvert helvítis grín, hann hafði aldrei séð slíkt áður. Spurði mig hvort ég væri heyrnalaus og afhverju ég skyldi ekki neitt. Á endanum náði ég að sannfæra hann um að snúa við með mér til Ragga en það vildi til (sem betur fer) að hann var heima. Ég hleyp upp í íbúð með tárin í augunum og tilkynni sambýlismanninum að það sé lögreglumaður fyrir utan og hann sé nokkurn veginn að missa vitið úr reiði. Raggi röltir út hinn rólegasti, sýnir manninum alla pappíra og sömuleiðis sitt ökuskirteini sem hann áminnti hann um að væri alþjóðlegt. Lögreglan virtist nú róast við þetta og rúsínan í pylsuendanum var klárlega þegar hann snéri sér að Ragga (lét eins og ég væri ekki til) og sagði þessu fleygu orð :: Já þú verður allavega að kenna henni að keyra! Engin sekt eða neitt sem betur fer, enda kostar 120.000 íslenskar krónur í sekt fyrir að henda rusli útum gluggann! Svo keyrði Raggi mér í vinnuna, ekki því ég var ekki búin að læra að keyra, meira útaf sjokkinu sem þetta kom mér í !


Nú daginn eftir að ósköpin öll dundu yfir áttum við Raggi 7 ára sambandsafmæli, búið að líða frekar mikið hratt :) Við fórum í matarinnkaupaferð eftir skóla hjá Ragga og svo var haldið til Felix þar sem ég eldaði heilan kjúkling með tilheyrandi. Svo var tekinn smá sopi og fleiri strákar úr liðinu mættu á staðinn. Eftir það var haldið á skemmtistaðina og gaman að segja frá því að ég er orðin 17ára aftur. Sem er glatað, hér er aldurstakmarkið 21 árs og það er ekkert blikk á dyravörðin hér neitt. Svo að ég fékk þessi fínu Xmerki á hendurnar, sem þýðir að ég má fara inn en má ekki versla á barnum. Það var svo sem allt í góðu.
Daginn eftir héldum við svo öll þrjú til Atlanta eftir æfingu hjá strákunum. Það er sirka 4 tíma akstur og við Íslendingarnir vorum nú bara svöl á því, hvorki með kort né GPS. En umferðarmerkingarnar eru það góðar og svo er nú alltaf klassík að stoppa á bensínstöðvum til að biðja um hjálp. Þetta gekk allavega eins og í sögu að komast til Atlanta, sömuleiðis að finna hótelið. Svo vorum við eitthvað að tuða um hvar við ættum að borða og strákarnir voru nú ekki alveg að nenna að leita eins og óðir að Cheesecake Factory en við komumst að samkomulagi ef við myndum sjá það þá myndi það verða fyrir valinu... Fyrsta sem ég rek augun í niðrí Miðbæ er auðivtað staðurinn og það alveg hreint ýskraði í mér af gleði. Maturinn var þvílíkt góður og vá þvílíkt battery sem þessir staðir eru vá ! 2 hæðir, 2 eldhús, útisvæði og allur pakkinn! Bara gott og svo var tekið smá miðbæjarrölt og skoðað aðeins næturlífið í Atlanta.
Þokkalega sátt alveg
Daginn eftir fann ég svo H&M, leiðinlegt að segja frá því að H&M er ekki í mínum bæ, og ekki í 50 mílna radíus einu sinni. En ég tók gleði mína á ný þegar augun mín mættu tveggja hæða H&M í risastóru verslunarmolli í Atlanta :) Gat nú verslað öörlítið og við bæði dressað okkur upp á góðan pening. Síðan sóttum við Esra, sem er þriðji Íslendingurinn í liðinu hans Ragga. Svo var það road trip heim en við komum að vísu við í Birmingham og kíktum á nokkra Íslendinga þar, þetta er útum allt :)

Vikan er búin að vera róleg til þessa, skelltum í lauflétt matarboð á mánudaginn fyrir hjálpsama nágrannan, naut og meððí ! vinna í gær og mikið gaman. Yfirmaðurinn minn bíður eftir mér með próf þegar ég vakna, jújú í gær átti ég nú bara að smella í að segja honum frá öllum þremur lögmálum Newtons á ensku, það gekk að vísu að lokum. Alltaf spennandi að vita uppá hverju hann tekur næst !

Raggi fór í dag aftur til Atlanta til að keppa leik seinnipartinn svo það er bara dúllerí hjá mér þar til í kvöld þá kemur hann aftur, ætla reyndar að fara í föndurgírinn. Sem hefur að vísu aldrei verið minn gír en það má reyna. Ætlum að smella í svo flotta Halloween búninga en ég ætla ekki að segja strax hvað þeir eru, ef ég færi nú að klúðra föndrinu. Skal gefa ykkur vísbendingu, þetta er íslensk hugmynd !!
Eigiði góða viku !
Ykkar Líf

Ps. Var að bæta inn nýjum myndum á fésbókina.

Tuesday, October 18, 2011

Allt að gerast

Sælir lesendur góðir.
Hér er allt rosalega gott að frétta af okkur skötuhjúum í Alabama. Raggi skilaði sér að lokum heim á sunnudagskvöldið og þá komu þeir Felix hingað heim í heimatilbúna pizzu.. Það var ekkert smá erfitt að finna hráefnin í pizzuna. Ég leitaði og leitaði af pizzasósu og í búð númer tvö fann ég eina flösku innan um BBQ sósur og fleiri amerískar sósur sem eru heilu hillurnar af í búðunum en ein pizzasósa. Það dugði mér allavega og ég fann allt fyrir rest og pizzan smakkaðist vel :)
Svo tókum við "laugardag" í gær, Raggi var búinn snemma í skólanum svo við fórum saman í ræktina og svo útað borða á rosalega góðum tælenskum stað. Svo fórum við saman i svona útimoll, þar voru fullt af veitingarstöðum, búðum og meðal annars ein bókabúð þar sem við gerðum góð kaup! Það er alltof gaman að kaupa bækur en ég endaði með eina sem heitir CORE og er um hreyfingu og líkamann, Smoothie Heaven og Homestyle Chicken. Raggi minn keypi einhverjar peningabækur, eflaust mjög áhugaverðar. Svo skelltum við okkur í bíó í fyrsta sinn hér í Ameríkunni, fórum á myndina 50/50 sem átti að vera gamanmynd en mér fannst hún bara mjög svo sorgleg! Mér til mikillar ánægju var til nachos, veit ekki afhverju ég bjóst við að ég myndi ekki fá nachos hér af öllum stöðum. Mér var meira að segja boðið auka ostur, smjörklessur og allur fjandinn aukalega en ég lét mér nægja gamla góða og það smakkast mjög svipað og  heima.
Morguninn í morgun var stresssssssandi, vaknaði um 10 þegar Raggi fór á æfingu og klukkan 12 fór ég í eins konar atvinnuviðtal! Já það er gaman að segja frá því að viðtalið við yfirmanninn gekk ljómandi vel og ég er komin með vinnu, réttara sagt verð ég nemi :) Staðurinn heitir D1 og er líkamsræktarstöð, þar er þreksalur en það sem einkennir staðinn er að hann þjálfar börn, unglinga og fullorðna í að læra tæknina samhliða íþróttinni sem þau eru að æfa. Þetta er sem sagt krakkar sem æfa íþrótt en koma þangað til að læra betri hlaupatækni, fótavinnu og ýmislegt sem getur komið þeim að góðum notum í íþróttinni sem þau æfa. Ég get verið þarna 3 daga í viku og ég er ótrúlega ánægð og byrja núna næsta fimmtudag!!! Hér má sjá umtal um stöðina sem birtist ekki fyrir svo löngu síðan :


""""D1 was recognized as one of the top 30 gyms in America by Men's Health Magazine. D1 also serves executives with boot camps, training classes and personal training. D1 Sports Therapy partner in Huntsville is SportsMed Orthopaedic Surgery and Spine Center."""



Hér má sjá lyftingarsalinn

Svo er risastór völlur fyrir aðrar æfingar

Saturday, October 15, 2011

Ein ég sit og sauma .........

Neei það er ekki alveg orðið svo slæmt, held að mínir nánustu færu virkilega að hafa áhyggjur ef ég færi að detta í saumaskap hérna úti. Nú er önnur helgin gengin í garð og rúmlega það, ég er búin að vera ein heima síðan 5 í gærmorgun en þá lögðu Raggi og félagar upp í ferðalag alla leið til Cleveland þar sem þeir spiluðu einn leik í gær. Þeir unnu leikinn 4-1 og svo var lagt í hann aftur til Mempis þar sem þeir gistu í nótt og munu gista næstu nótt. Svo spila þeir einn leik á morgun og verða komnir heim aftur um níu leytið annað kvöld.
En ég er aldeilis búin að hafa það fínt. Byrjaði daginn snemma í gær og henti mér í ræktina, svo nældi ég mér í idodinn og bók og smellti mér í sundlaugargarðinn. Það er búið að vera rosalega gott veður í dag og í gær, einhver hitabylgja... alveg 25 stiga hiti í dag og gær með sól og á að hitna en frekar á morgun. Ég lá þar eins og skata og las fínnustu bók. Svo kom ég heim um kvöldmatarleytið og talaði aðeins við múttuna og Agnesi á skype :) Eldaði mér hrísgrjónarétt (já Gunnþórunn, hrísgrjón) sem smakkaðist ljómandi vel og svo skellti ég stelpumynd í tækið, maska á andlitið og hafði það notalegt.
Í dag var sama uppá teningnum nema ég ákvað að sigra mollið í leiðinni. Lagði af stað um 1 leytið og var að koma heim núna fjórum tímum síðar. Gerði aldeilis fín kaup myndi ég segja. 2 skópör, 3 eyrnalokkar, 2 hálsmen, stuttbuxur, 2 skyrtur, loðvesti, 3 bolir og gallabuxur á 20.000 kr íslenskar, ekki slæmt það myndi ég segja :) er alveg að elska það að versla hérna, mér finnst í rauninni verðið hérna bara sanngjarnt verð fyrir vöruna ef þið vitið hvað ég á við !
Ætla að láta nokkrar myndir fylgja frá notalegu helginni minni, hlakka þó mikið til að fá minn mann heim á morgun og ég er jafnvel að spá í að baka eitthvað gott... Aðeins ef þeir vinna leikinn þó!
XXX Líf

Ljúft á sundlaugarbakkanum

Einkasundlaug (nánast, fólkið hér notar þetta ekki mikið)
Er alveg smá ástfangin af nýja vestinu mínu!

Thursday, October 13, 2011

Vika í Alabama


Jæja, á morgun er vika síðan ég kom hingað og þetta leggst ennþá bara ljómandi vel í mig. Er byrjuð að skoða mig um og sækja um námskeið svo nú er að bíða aðeins og sjá hvað verður. Brjálað að gera hjá Ragganum í skólanum, 2 próf á mánudag og 1 á þriðjudag. Inn á milli höfum við samt verið að snattast í íbúðarsansi og þetta er farið að taka á sig betri mynd. Í gær fórum við með Felix sem er einn af Íslendingunum úr liðinu í smá búðarmissjón. Byrjuðum á EarthFare en það er frábær búð, þeir eru nær eingöngu með hollustuvörur og allt á milli himins og jarðar. Fann þar sýróp, kókosolíu, spelt og bygg en það var ekki möguleiki að finna það í hinum stærri búðunum. Næsta stopp var WalMart en þar keyptum við okkur eldhúsborð og 4 stóla eftir mikla baráttu í að finna slíkt sett. Það er alls ekki auðvelt að kaupa eldhúsborð og stóla og það er allt frekar dýrt, bæði notað og nýtt. En við sem sagt enduðum á einu sem kostaði 15.000 og vorum nú bara nokkuð sátt með það. Ég fann nokkrar myndir á veggina og svo keyptum við skrifborð til að hafa í svefmherberginu. Það var ekki vandamálið að smella þessu heim í Fákinum góða sem reyndist vera 6 manna kvikindi. Jújú það er sæti í miðjunni frammí svo við sátum öll frammí með herlegheitin í skottinu. Raggi ætti mögulega að fara taka aukapening fyrir að sækja hluti úr WalMart eða Target og koma þeim til fólks og setja saman, hann er algjört Ikeabæklingasjení svo það skotgengur hjá honum að smella saman einu skrifborði eða svo. Nú við skutluðum Felix heim og við tók erfitt labb uppá okkar hæð með dótið. Neinei nágranni frá himnaríki var mættur eins og svo oft áður til að hjálpa okkur. Ég slepp alltaf því hann virðist alltaf vera út á plani þegar við erum búin að versla mikið :)) Nema hvað að hann sér eldhússettið í skottinu og bara HEY  ..... vinur minn keypti alveg eins sett í síðustu viku og er að fara flytja, viljiði ekki bara eiga hans?? Jújú vinnurinn mætti og staðfesti þetta. Hann hafði keypt nákvæmlega þetta sett og vildi gefa okkur það, sem og hornskrifborð og fleira dót. Við vorum auðvitað mjög ánægð og eldhússettið fór ekkert lengra úr bílnum og Raggi er í þessum skrifuðu orðum að skila því! Þessi nágranni er lýsandi dæmi fyrir Bandaríkjamann og fólkið hérna en hann reyndist vera verkfræðingur og er að byggja flugvél inn í íbúðinni sinni, mjög svalur og fínn náungi og við erum búin að bjóða honum í mat í næstu viku fyrir alla hjálpina. Svo eldhúsborð og stólar mæta á Vatnsendann (Water Hill Road) næsta mánudag og þá fer þetta að verða ansi notalegt. Ég ætla samt að láta fjúka inn smá sýnishorn af því sem komið en athugið að þetta er ekki alveg tilbúið.
XXX Líf
ps. Allar líkur á að ég muni splæsa í gott blogg um helgina þar sem ég er ein heima í 2 nætur. Ragginn á leið í keppnisferðalag. Ég sagði honum að kenna mér að rata í stærsta mollið og þá er ég bara nokkuð góð :)

Eigið góða helgi :*
Baðherbergið
Arin, mjög kósý
Fataherbergi sem er snilld og möst have fyrir hverja stelpu

Monday, October 10, 2011

Ameríka í öllu sínu veldi

Jæja þá hafa aldeilis orðið smá heimsálfubreytingar hjá mér.
Fór frá Afríku til Evrópu og loks til Ameríku og hér er ég. Ferðin hófst seinnipartinn þann 6. október eftir ljómandi góðan lunch hjá ömmu, ég náði yndislegum tíma heima og náði að hitta lang flesta sem var frábært. Pabbi og Anna skutluðu mér á völlinn og vélin var komin í loftið 17:50 eins og planið var. Ég lenti í New York fimm og hálfum tíma síðar, ein og í bullinu. Neinei ég kom mér í gegnum vegabréfaeftirlitið þó að gæjinn var ekki alveg að meta svörin hjá mér, hvað í ósköpunum ætlarðu að gera í tvo mánuði í Ameríku???? Hver borgar??? Þú veist að þú mátt ekki vinna!!! Hvað ertu með mikinn pening á þér???? og fleiri skemmtilegar spurningar en ég svaraði þeim nú bara í jákvæðum gír og losnaði frá honum að lokum. Nú tóku við tíu tímar af bið á einum stærsta flugvelli í heimi og ég þekkti engan. Ég var reyndar ekki lengi að kynnast fólki. Lögfræðingur frá Manhattan og skipasölumaður frá Saint Martin í Miðjarðarhafinu. Þau sagt kynntust hvort öðru í London, millilentu bæði á Íslandi og ég hitti þau í New York. Tíminn flaug áfram og við spjölluðum og spjölluðum um heima og geima en það var rosalega skemmtilegt að kynnast fólki á þennan hátt en ég hef aldrei gert neitt þessu líkt og aldrei ferðast ein. Um 6 leytið morgunin eftir fór ég í flug til Charlotte sem er borg hérna í Bandaríkjunum, nánar tiltekið í Norður Karólínu. Þar hinkraði ég í um klukkustund og var stefnan tekin á Huntsville Alabama. Þar beið mín myndarlegur piltur og það var ólýsanlega yndislegt að hitta hann aftur eftir tveggja mánaða fjarveru djísús!!! :*
Við smelltum töskunum inn í kaggann okkar nýja sem mun vera Ford nokkur Taurus. Fínasti bíll þótt Raggi hafi verið búin að búa mig undir eitthvað hræðilegt.

Ford Taurus 1999 módel = fallegur fákur
Íbúðin okkar er á miðhæð
 Fyrsta sem við gerðum var að skella okkur í Wall Mart og fá okkur subway, ég veit ekki mjög frumlegt en það var leikdagur svo það þurfti að vera svona í hollari kantinum. Nema hvað að íbúðin hérna er æði, ég er mjög svo ánægð með hana. Þetta eru svona fjölbýlishús, frá A-L og við búum í húsi númer L. Hér er rækt sem ég er aðeins búin að prófa, hef ekki séð hræðu þar svo við getum nánast orðað það þannig að ég sé með einkarækt, svo er sundlaug í garðinum sem er ekkert leiðinlegt ég viðurkenni það.
 Á föstudaginn var leikur sem þeir félagar slátruðu 2-0, ég hitti strákana úr liðinu, þjálfarann og svo var fullt af fólki úr stúkunni sem heilsaði mér og bauð mig velkomna. Fólkið hér er alveg fáránlega yndislegt og almennilegt, vilja allt fyrir mann gera og hjálpa eins og möguleiki er. Það er alveg sama hvort það eru aðdáendur liðsins, afgreiðslu- eða skúringarfólk allir vilja spjalla og flestir nefna það hvað hreimurinn okkar sé flottur :) Bara gaman og svo er annað sem er alltaf jafn yndislegt og öruggt og það er veðurfarið hérna mylord. Við erum að tala um 25 stiga hita og sól uppá dag frá því að ég kom, svo er alltaf logn þannig að þetta er bara æði !
 Eftir leikinn létum við plata okkur á Corn Maize, ef þið hafið séð myndina SIGN'S þá getiði ýmindað ykkur stemninguna, svona háir kornakrar nema hvað að það var fólk í vinnu við að fela sig í akrinum og stökkva á mann og bregða manni. Mér var nú vel brugðið á nokkrum stöðum og Ragga líka, verst fannst okkur gaur með vélsög sem stökk á mann og hjóp á eftir okkur .... Það var frekar skarí en þetta er liður í undirbúning fyrir Halloween sem verður haldið 31. október og það , já ÞAÐ verður eitthvað :)

Tekin í myrkri, sést aðeins í kornakurinn

Húsgagnamissjon hófst strax daginn eftir og við gerðum aldeilis góð kaup, 42 tommu sjónvarp, blandari, diskasett, leðursófi, leðursófaskemill, stofuborð, bókahilla, sjónvarpsskenkur, hnífasett, rúmteppi og fleiri smáhluti á 80.000 krónur íslenskar. Allt glænýtt úr viðurkenndum búðum, áttum svipað sjónvarp heima sem kostaði tvöfalda þessa upphæð. Þetta er rugl og ég fíla það!! Erum búin að vera á fullu að setja saman, aðalega Raggi, ég er andlegur stuðningur, og þetta fer allt að smella. Eigum reyndar eftir að kaupa eldhúsborð og stóla sem er ekki eins auðvelt en Kanarnir eru ekkert að missa sig í að selja svoleiðis enda ekki mikið að missa sig í að elda yfir höfuð heima fyrir.
Að setja saman í gærkvöldi

Helgin var yndisleg bara, keyrðum bílinn sirka 150 kílómetra og þessi laugardagur hefur fengið nafnið "Alþjóðlegi snattdagurinn" enda var mikið græjað og sansað en við ætlum í aðra slíka ferð á miðvikudaginn og græja það sem eftir er. Svo mun ég láta heimilismyndir fjúka inná bloggið hvað á hverju eftir þá ferð.
Sunnudagurinn var leikdagur en þá unnu þeir 1-0 og við höguðum okkur eins og sannir Kanar, fórum út að borða á stað sem heitir AppleBees og fengum okkur ostabrauðstangir í forrétt, hamborgara í aðalrétt og yfirþyrmandi góðan eftirrétt : heit súkkulaði kaka með karamellusósu, vanilluís, þeyttum rjóma OG oreo kexi!! Höfðum sem betur fer vit á að deila saman einum eftirrétti en ég valt útaf þessum stað, mikið var þetta gott OG óhollt vá!!!
En annars er allt frábært að frétta, Raggi er í prófi í dag og á morgun og svo ætlum við að fara sansa einhver námskeið fyrir mig eða einhvern fjanda til að gera. Ég er opin fyrir öllu og ætla bara að sjá hvert tækifærin leiða mig, á það ekki að vera svoleiðis annars??? :)
XXX Líbba Alabama!

Ekki lengi verið að koma sér í rétta gallann

Tuesday, October 4, 2011

Samantekt

Jæja, þá er ég lent á klakanum eftir mánaðardvöl í Afríku. Heimferðin gekk ljómandi vel og við vorum lentar klukkan 15:10 hér heima. Móðir og elskuleg systkini mín komu að sækja mig það var yndislegra en orð fá lýst að hitta þau aftur. Við fórum öll til Elínar móðursystur og hún var búin að undirbúa kökur og nýbakað brauð, rosalega gott og takk aftur fyrir mig!!! Þegar við komum heim fékk ég plokkfisk & rúgbrauð og svo smellti móðir mín í kaffiboð eins og henni einni er lagið og ég fékk til mín yndislega gesti í smá kvöldkaffi. Tilfinning er svo góð að hitta alla eftir mánaðarfjarveru. Nú taka við tveir dagar þar sem ég mun njóta Íslandsins í botn, hitta alla nánustu og halda svo vestur á höf þar sem ég mun hitta Ragga minn eftir 2 mánaða fjarveru. Fiðrildi í mallakút úr spenning :)

Afríkuferð - lokaorð höfundar

"""Þegar ég hugsa til baka um ferðina sem senn er á enda fyllist ég ýmsum tilfinningum. Þetta var eitt það erfiðasta sem ég hef tekið mér fyrir hendur en jafnframt það allra lærdómsríkasta. Ég er ótrúlega  stolt af okkur Gunnþórunni fyrir að hafa látið verða af þessari ferð og ég tel mig hafa lært heilmikið og ég veit að ég mun búa að þessari reynslu alla ævi.
Ef það er einhver þarna úti sem langar að skella sér í eitthvað álíka en er tvístigandi, skelltu þér! Þetta er eitthvað sem maður mun aldrei sjá eftir og aldrei gleyma! """

Sunday, October 2, 2011

Kvedjustund, Reggikvold & strondin

Tha er sidastu helginni her i Ghana formlega lokid og mun thetta thvi verda sidasta Afrikubloggfaerslan.
A fostudaginn var sidasti dagurinn okkar a Grace Masak. Maettum snemma um morguninn en vid tokum taxa thar sem vid vorum med 30 poka med gjofum i.
Dagurinn var mjog spes, vid skynjumud alveg spenningin hja krokkunum og ad theim fannst erfitt ad vid vaerum ad fara. Um 11 leytit nadum vid i pakkana theirra og lasum upp nofnin og gledin sem skein ur hverju andliti :) Yndislegt alveg!! En vid akvadum ad kvedja sem fyrst medan allir vaeru en ad spa i pakkana en thad var rosalega rosalega erfitt. Onnur eldri konan sem vinnur a heimilinu (hun a 3 af bornunm sjalf) gret svo mikid, hun var svo thakklat fyrir gjafirnar sem bornin hennar 3 fengu. Svo gretu nokkrir af krokkunum mikid, vid fengum falleg kvedjubref og eg skal orda thad thannig ad vid Gunnthorunn attum mjog erfitt med okkur. Var alveg med sting i hjartanu thegar eg gekk i burtu fra heimilinu og a leidinni var litid talad en mikid hugsad! Eg samt reyni ad hugsa um ad a morgun koma nyjir sjalfbodalidar til barnanna.



Helgin leid nokkud hratt, otrulegt en satt. Vid vorum alveg bunar ad buast vid ad horfa a klukkuna a 5 minutna fresti sokum spennings ad koma heim. En a fostudaginn vorum vid maettar a hotelid um 2 leytid um daginn. Smelltum okkur beint a strondina og nadum okkur i gott bikinfar. Sidan forum vid a italska veitingastadinn sem vid forum a um sidustu helgi ( Takk Sif fyrir abendinguna, mjog godur stadur ) eg fekk mer reyndar indversk grjon i karry sosu alveg hreint ljuffeng. Eftir matinn roltum vid a barinn og horfdum a Afriska dansa a svona kvoldskemmtun a hotelinu. Mjog gaman og thvilikir danshaefileikar hja folkinu vaa!
Laugardagurinn byrjadi nokkur skyjadur, fengum okkur smjorbraud i morgunmat og svo um hadegi let solin loks sja sig og vid laum eins og skotur allan thann dag. Italski stadurinn var aftur brukadur um kvoldid og fekk mer i thetta sinn spaghetti, mjog gott eins og allt a thessum stad. Vid Gunnthorunn fengum okkur sukkuladi og banana milkshake i eftirett, svo mikid gott sko :) Thad kvold var okkur nu hugsad til slepnanna okkar heima a Akranesi sem voru ad fagna afmaeli Eyrunar. En vid satum og hlustudum a fagra reggi tona og kynntumst nokkrum strakum, frekar furdulegum en finum. Thad kom i ljos ad their voru muslimar og vid spurdum og spurdum og er ordin ansi hreint frod um truarmal theirra, sem hafa alltaf vakid hja mer forvitni, eg vidurkenni thad. En thetta kvold var fint en vid vorum farnar frekar snemma i hattinn, vid hofum ekki lagt i ad snua solarhringnum aftur vid svo vid forum alltaf snemma ad sofa og voknum snemma. Spurning hvad eg verd lengi ad skemma thad thegar eg kem heim.

A Italska stadnum i gaer

I dag var sama program, solbad og italski stadurinn. Komum heim um 5 leytid i dag og hofum akkurat ekki neitt ad gera, erum bunar ad pakka upp og nidur 5 sinnum, mata heimferdarfotin og aefa samtolin i flugvelinni (nanast) Svo nu er bara ad splaesa 100 kronum i net i svona tvo tima og fara svo fljotlega ad sofa.
Eigum sem sagt flug annad kvold hedan fra Ghana klukkan 22:05 og thadan til Amstredam og fra Amstredam til Islands a thridjudaginn og lendum heima klukkan 15:10, ef allt gengur ad oskum :)
Kem med eitt lokasamantektarblogg thegar eg kem heim i almennilega tolvu.

XXX Lif heimspennta!!!

Afmaelisbarn gaerdagsins var hann afi minn Steini en hann vard 75 ara i gaer. Eg vona ad dagurinn hafi verid yndislegur og eg hugsadi til ykkar! Hann afi minn er buinn ad hjalpa mer meira en honum grunar i thessari ferd. Mailid er ad hann lanadi mer hofudljos (var ekki alveg a thvi hvort eg aett i ad vera ad hafa thad en slo til) Vid hofum meira og minna verid rafmagnslausar og thetta ljos hefur komid svoleidis ad godum notum!

Afmaelisbarn dagsins mun vera Eyrun nokkur Reynisdottir sem er tvitug i dag. Vona ad dagurinn i dag verdi ther sem bestur og eg efast ekkert um ad thad hafi verid ykt mikid stud a ykkur bustadarskvisum i gaer. Verdur best ad sameinast i des :))

ps. Eg fae plokkfisk og rugbraud i kvoldmatinn a thridjudaginn! Heppnust eg :)