Sunday, January 6, 2013

Rosendhal


Ég vona að þið hafið átt dásamlegan tíma um jólin og áramótin. Allt tekur enda og næsta vers er skólinn og fullt af öðrum og spennandi verkefnum.

Það er svo hrikalega skemmtilegt að safna í búið og fá fallega hluti í stíl.

Fyrsta innflutningsgjöfin okkar í fyrstu íbúðinni var frá merkinu Rosendhal og ég var yfir mig hrifin og því lá beinast við að safna því.

Ég hef að vísu aldrei látið eftir mér að kaupa mér hlut úr línunni en við fáum alltaf reglulega fallegar vörur í jóla- og afmælisgjafir. Við erum því komin með nokkuð myndalegt safn en það er unaður að skoða fleiri vörur á netinu og láta sig dreyma.
Þessi karafla finnst mér mjög falleg

Gaman að geta boðið uppá bjórinn í fallegum bjórglösum




Vatnsglösin eru í senn plein og falleg.


Yrði maður ekki alltaf að útbúa hvítlauksolíu ef maður ætti
þessa?


Kanna undir kaffið því jafnvel þó að maður drekki ekki kaffi
þá er gaman að geta boðið gestum uppá slíkt og það myndi ekki
skemma fyrir ef það kæmi í þessari fallegu hitakönnu.

Veggklukkan finnst mér hrikalega flott!

Kertastjakar í hvítum einföldum lit en hægt að fá mismunandi lit
innan í þeim.

Fallegir blómavasar í mörgum litum.

Veglegar geymslukrukkur

Eitthvað undir kaffibaunirnar

Tertudiskur


Vínflöskurnar í röð og reglu


Mér finnst þessi lína svo stílhrein og plein en samt svo litrík og skemmtileg og ég hlakka mikið til að safna fleiri hlutum í hana í komandi framtíð.

Líf


No comments:

Post a Comment