Haustið nálgast og maður er aldeilis farin að finna fyrir því á morgnana á leiðinni í vinnuna. Veðrið breyttist mjög snögglega og mér finnst ég
En það er einhver alvegs sérstök tilfinning sem kemur yfir mig á þessum tíma ársins. Þetta er einhver bjartsýnis- og tilhlökkunartilfinning. Það stendur alls staðar eitthvað til, fólk er að byrja aftur að vinna eftir sumarfrí, skólinn hefst og almenn rútína fer í gang.
Rútina er eitthvað svo rosalega þæginlegt fyrirbæri, maður fær öðru hverju ótrúlega mikið leið á henni en það er samt alltaf jafn gott þegar hún tekur yfir aftur.
Eins og ég er rosalega mikill sumaraðdáandi með öllu sem því fylgir þá verð ég að viðurkenna að þetta eru líka einn uppáhaldstíminn minn á árinu. Mér finnst vera spenningur og metnaður í loftinu, fólk sem er að hefja nýtt nám eða hefja nám að nýju og er staðráðið í að standa sig vel og gera betur.
Ég held að ég sé ekki ein um þessa skoðun!
Nú hefst skólinn á mánudaginn, viðskiptafræði mun það vera ásamt Kexinu þar sem ég er búin að vera í einn mánuð núna og kann afar vel við mig. Ég hlakka líka rosalega til að byrja í skólanum en það er kannski ekkert skrítið, ég er líka manneskjan sem byrjaði í júlí að merkja blýanta og strokleður því ég var svo spennt að byrja aftur í skólanum. Mér finnst ég líka vera búin að finna nám sem hentar mér og það er líka spennandi tilfinning.
Svo líður okkur afar vel hérna á Tjarnargötunni og það skemmir alls ekki fyrir að skólinn er hinum megin við götuna :) Og 5 mínútur fyrir mig að hjóla í vinnuna.
Svo áður en við vitum af verða komin jól og það er minn allra uppáhalds tími, ég er í laumi byrjuð að plana hvernig ég ætla að skreyta litlu íbúðina okkar. Maður er náttúrulega ekki alveg í lagi!
Njótum haustsins í botn!
Kuldinn og myrkrið er bara afsökun til að nota fleiri kerti :)
- Líf
"Every great dream begins with a dreamer. Always remember, you have within you the strength, the patience, and the passion to reach for the stars to change the world." Harriet Tubman
Thursday, August 30, 2012
Að gera vel við sig
Þetta fékk ég aldeilis að upplifa í gær. Fór með vinnufélögunum útað borða eftir vinnu og við lentum í allsvakalegri upplifun!
Smokkfiskur, þorskur, kjúklingasalat, lax, nautasteik, svínasteik og lambasteik, rataði allt á borðið hjá okkur í svokallaðri mataróvissuferð. Boðið var uppá rautt og hvítt ásamt því sem ég fékk mér dásamlegan bláberjamohitó kokteil!
Eftirréttirnir komu á risa bakka og ég hugsa að allt sem heitir eftirréttur hafi verið fundið til á bakkann og var það svo sannarlega rúsínan í pylsuendanum.
Það sem stóð reyndar uppúr hjá mér var hrefnusteikin, aðra eins dásemd hef ég _aldrei_ látið ofan í mig. Hún var fullkomlega elduð, yndislegt bragð, borin fram með djúpsteiktum sveppum og bráðnaði gjörsamlega í munninum á manni. Gleymi þessu seint :)
![]() |
Matuinn er borin fram á íslensku grjóti |
Svo er svo gaman að gera vel við sig öðru hvori í skemmtilegum hóp.
Mæli með þessum stað fyrir allt og alla!
http://www.grillmarkadurinn.is/
http://www.grillmarkadurinn.is/
Wednesday, August 22, 2012
James Vincent McMorrow
James Vincent McMorrow, írskur tónlistarmaður fæddur árið 1983. Hann gaf út plötuna "Early in the morning" í febrúar fyrir tveimur árum.
Hann er í miklu uppáhaldi hjá mér þessa stundina, rólegur og þæginlegur.
Þetta lag er af sömu plötu og ber nafn plötunnar.
Njótið! :)
Njótið! :)
Tuesday, August 21, 2012
Monday, August 20, 2012
Hvar er Jónas?
Skemmti mér konunglega á tónleikum með þessum skemmtilegu piltum :
http://www.mbl.is/folk/frettir/2012/08/17/hitar_upp_fyrir_sjalfan_sig/
Þeir eignuðu sér einnig karokí svið í Berlín eins og sjá má hér;
http://www.youtube.com/watch?v=cAUT_STSpCM
Ótrúlega flott og algört must að fylgjast með þeim í framtíðinni !!
- Líf
http://www.mbl.is/folk/frettir/2012/08/17/hitar_upp_fyrir_sjalfan_sig/
Þeir eignuðu sér einnig karokí svið í Berlín eins og sjá má hér;
http://www.youtube.com/watch?v=cAUT_STSpCM
Ótrúlega flott og algört must að fylgjast með þeim í framtíðinni !!
- Líf
![]() |
Hvar annar staðar enn á Kex? |
Monday, August 13, 2012
OneLove
Uppáhalds leikstjórinn minn !
Woody Allen
"Woody Allen er fæddur 1. desember 1935 sem Allen Stewart Königsberg. Hann er bandarískur leikari og leikstjóri. Allen skrifar og leikstýrir eigin kvikmyndum og hefur leikið í meirihluta þeirra. Hann leitar innblásturs í bókmenntum, heimspeki og sálfræði.
Fyrri myndir hans eru nánast ástarjátninging frá honum til fæðingarborgar sinnar, New York. Í nýrri myndum hans má þó sjá hvernig hann hefur fært sig yfir til Evrópu og eru þær myndir ekki aðeins lýsing á skrautlegu mannlífinu heldur einnig sýning á töfrum borganna þriggja (Barcelona, París og Róm)
- Vicky Christina Barcelona
- Midnight in Paris
- Match point
- You will meet a tall dark stranger
Þetta eru svona uppáhalds myndirnar mínar með honum en ég hef reyndar ekki séð allar.
Þessi bloggfærsla er gerð í tilefni þess að í kvöld fórum við á nýjustu mynd hans "To Rome with love" en mér fannst hún æðisleg.
Myndirnar hans eiga það sameiginlegt að vera rosalega mannlegar en um leið hnyttnar og skemmtilegar. Svo ekki sé talað um æðislegt umhverfi og góða leikara!
Mæli með þessum kappa og hans myndum!
- Líf
|
Sunday, August 12, 2012
101
Aldeilis langt síðan síðast :)
Þar sem ég tími nú ekki að skilja við bloggið mitt þá ætla ég að halda áfram með ýmislegt sem mér finnst áhugavert og einhverjar fréttir líka! Vona að þið hafið gaman að..
Margt gerst síðan síðast, við erum flutt í kjallaraíbúð í hundrað og einum og kunnum afar vel við okkur. Ég er byrjuð að vinna á Kex hostel, sem er snilldarstaður alveg hreint. Nánast bara annar heimur ef ég leyfi mér að taka svo sterkt til orða! Sjón er allavega sögu ríkari.
Smá skemmtilegt dundur úr íbúðinni en það er eitthvað það skemmtilegasta sem ég veit að sansast í íbúðinni, þræða Góða hirðinn og fleiri búðir í þeim dúr. Alltaf eitthvað sem maður finnur skemmtilegt og nothægt.
Þar sem ég tími nú ekki að skilja við bloggið mitt þá ætla ég að halda áfram með ýmislegt sem mér finnst áhugavert og einhverjar fréttir líka! Vona að þið hafið gaman að..
Margt gerst síðan síðast, við erum flutt í kjallaraíbúð í hundrað og einum og kunnum afar vel við okkur. Ég er byrjuð að vinna á Kex hostel, sem er snilldarstaður alveg hreint. Nánast bara annar heimur ef ég leyfi mér að taka svo sterkt til orða! Sjón er allavega sögu ríkari.
Smá skemmtilegt dundur úr íbúðinni en það er eitthvað það skemmtilegasta sem ég veit að sansast í íbúðinni, þræða Góða hirðinn og fleiri búðir í þeim dúr. Alltaf eitthvað sem maður finnur skemmtilegt og nothægt.
Gamall skápur sem múttan gaf okkur og við Raggi máluðum hvítan!
![]() |
Málningarvinna í hámarki, best að vera með 1-2 vinnumenn í málinu! |
Mér þykir voða vænt um útvarpið sem prýðir eldhúsvegginn. |
Bara smá smá :)
- Líf
Subscribe to:
Posts (Atom)