Sælt
veri fólkið,
Í
dag er bara nákvæmlega vika í að við verðum á leið heim á nýjan leik. Það er
skrítin tilfinning en hún er líka góð. Það er svo gott að koma heim og hitta
allt það góða fólk sem maður á að. Þó að maður viti það allt árið, þá fær maður
sérstaka áminningu um það þegar maður eyðir löngum tíma fjarri heimahögum.
En
það er aldeilis að verða tómlegt hjá okkur, það hefur rokgengið að selja.
Það sem að við eigum eftir er bíllinn, rúmið og grillið en það eru allt hlutir sem við höfum viljandi verið að fresta enda nauðsynlegustu hlutirnir okkar. Það koma tveir að skoða bílinn í vikunni og rúmið verður tekið á föstudaginn.
Það sem að við eigum eftir er bíllinn, rúmið og grillið en það eru allt hlutir sem við höfum viljandi verið að fresta enda nauðsynlegustu hlutirnir okkar. Það koma tveir að skoða bílinn í vikunni og rúmið verður tekið á föstudaginn.
Raggi
fer að byrja í prófum núna í vikunni en hann tekur þrjú lokapróf. Hann fór
meðal annars í tölfræðitíma í dag þar sem hann hélt kynningu ásamt hópnum sínum.
Það kom honum heldur betur á óvart að bekkurinn eins og hann lagði sig klæddist
í jakkaföt og dragt svo honum tókst aldeilis að standa uppúr sem öðruvísi
gæjinn. En það gekk vel hjá hjá honum þrátt fyrir jakkafataleysið.
Talandi um próf þá fá nemendur í Huntsville útrás fyrir prófakvíða með því að skemma bíla. Undarlegt en satt. |
Ég
er búin með tvo hluta af sex í mínu námi. Ég upplifi mig aftur í grunnskóla þar
sem við krakkarnir kepptumst við að vera sem fyrst með „Viltu Reyna?“ bækurnar
í stærðfræði. Ég hef rosalega gaman að náminu og finnst því ekkert leiðinlegt
að geta brunað áfram í því. Það er það góða við svona fjarnám oft, að maður er
algjörlega á eigin hraða sem hentar einstaklega vel núna þegar það er ekki
margt annað á könnunni.
Raggi fór á lokahóf liðsins á föstudaginn þar sem var haldið smá matarboð og hann kom heim hlaðin verðlaunum. Hann er nú ekki mikið fyrir uppstilltar myndir svo það var sama hvað ég reyndi, ég fékk ekki mynd af drengnum með gripina. En ég lét það ekki stoppa mig og tók bara samt mynd af þeim.
Hann fékk tvær viðurkenningar á síðustu önn og viðbættist „Leikmaður ársins“ styttan svo það er ekki leiðinlegt að enda svona vel.
Er svo stolt af honum !
Helgin
var róleg, við vorum í söluhugleiðingum og tókum á móti fólki sem hjálpaði
okkur að tæma íbúðina og kaffipása á Panera Bread;
Frekar ljúffengur snúður |
Við
náðum nú samt að halda eitt lokamatarboð á fimmtudaginn þar sem síðasta kvöldinu
með húsgögnum var fagnað ásamt strákahópnum. Við grilluðum okkur hamborgara,
kjúkling og steikur og tókst það mjög vel til.
Grillarinn |
Strákarnir ánægðir með matinn |
Leiðin
heim endaði í algjöru rugli þar sem við ákváðum að fara á rúntinn sem var nú
bara hið besta mál fyrir utan þegar við vorum stödd fyrir utan eitt flottasta
húsið í fínasta hverfinu þá mættum við bara augnliti til augnlitis dádýrahópi.
Það mátti heyra saumnál detta þegar forvitið ungt fólk mætti augnaráði nokkurra
dádýra sem átti líklega von á öllu öðru en félagsskap.
Það
er svolítið skemmtilegt að dýralífið hérna í Huntsville er mjög áhugavert. Í
skóginum rétt hjá heima hjá okkur eru dádýr, það býr pokabjörn í ruslagámnum,
það sjást reglulega úlfar á götunum og íkornar sem lita tilveruna með
krúttileika sínum.
Talandi
um rugl þá vill það stundum gerast þegar við erum í félagsskap með strákunum á
Eðvarðsgötunni þá er ekki gott að segja á hverju tekið verður uppá. Smá
mánudagskvöldsheimsókn endaði í 5 tíma heimsókn og við enduðum útað borða
klukkan að verða tvö um nótt á skyndibitastað í nágrenninu. Stundum væri ég
alveg til í að staðirnir væru opnir aaðeins lengur svo maður hefði valkost um
annað en hamborgara eftir klukkan 10 á virkum kvöldum en það er oft ekki svo
gott.
Ferskir á nætursnarli |
Kannski
er þetta bara merki um að B-týpan sé orðin aðeins of áberandi hjá okkur
skötuhjúunum en það vill stundum gerast þegar minna er um rútinu.
Dagurinn
í dag fór í rækt og svo lærdómsmaníu heima hjá strákunum, þeir voru ekki alveg
eins duglegir og ég. En það voru fótboltaleikir, FIFA og fleira að skemma fyrir.
Hádegisverðurinn var tekinn í kirkju hér í nágrenninu en hún býður námsmönnum í
frían hádegisverð á þriðjudögum, fínasti matur alveg hreint.
Leikurinn skall á og minna varð um lærdóm |
En svo komust allir í gírinn ! |
Svo nú er ekkert annað í stöðunni en að njóta síðustu daganna, það spáir ljómandi góðu veðri það sem eftir lifir viku svo maður nær sér jafnvel í smá lit.
Síðustu færslunni í Huntsville er formlega lokið enda orðin alveg nógu löng. Mér þykir orðið svo vænt um bloggið að ég lofa engu um að hætta með það, enda er það ekki fjarlægðin sem skiptir máli þegar maður getur fengið svona fína útrás á veraldarvefnum. Hvort sem það er svo lesið eða ekki :)
Topp 5 Listi
-yfir hluti sem ég held að ég eigi eftir að sakna mest frá Huntsville:
1. Fataherbergið & að versla ódýr föt!
-yfir hluti sem ég held að ég eigi eftir að sakna mest frá Huntsville:
1. Fataherbergið & að versla ódýr föt!
2.
Veðrið
3.
Mjúka klósettsetan á Eðvarðsgötu
4.
Arinin í stofunni
5.
Almennilegheit fólksins í búðum og á götum borgarinnar
Svo
ekki sé minnst á allt frábæra fólkið sem við höfum fengið tækifæri til að
kynnast!
Kæru
vinir & vandamenn nær og fjær (allavega flestir)
Sjáumst eftir viku á Flórídaskaganum og nesinu góða!
Ykkar
Sjáumst eftir viku á Flórídaskaganum og nesinu góða!
Ykkar
Líf
Hlakka til að hitta þig ást :*
ReplyDeleteKv. Karí
Mikið hlakka ég til að hitta þig sömuleiðis ! :*
ReplyDelete