Ég viðurkenni að við vorum ansi fegin að hitta fólkið og bara vera á Íslandinu góða.
Síðustu dögunum okkar i Huntsville eyddum við í kommúnu með strákunum það sem íbúðin okkar var orðið alveg tóm. Raggi krækti sér í góða flensu sem var ekki alveg það besta í prófa & pökkunartíð. En það gekk allt upp á endanum og við ferðuðumst með 9 ferðatöskur sem var ekki alveg það skemmtilegasta! En við náðum i staðinn að taka nánast allt með sem við vildum taka með, föt, skó, veggmyndir og eldhúsdót. Restina náðum við síðan að selja og Esra hinn mikli meistari setti punkinn yfir i-ið með því að selja bílinn okkar á föstudaginn síðasta. Við stöndum í mikilli þakkarskuld við hann Esra sem hefur algjörlega verið að bjarga okkur eftir að við komum heim!
Svona eiga þjónar að vera :) |
Dagarnir heima hafa verið ósköp notalegir, það tekur að vísu óendanlega langan tíma að leysa úr töskuflóðinu en þetta er allt í áttina.
Raggi fór í aðgerð á fimmtudagsmorgun og gekk það bara vel. Erum mjög fegin að það er bara búið núna. Nú tekur við endurhæfing og sjúkraþjálfari og entóm gleði en Raggi stendur sig vel.
Það hefur verið æðislegt að hitta allt fólkið okkar og komast aftur í kynni við íslenskan mat. Er búin að sakna þess þvílíkt !
Ætla að leyfa nokkrum myndum að fylgja af vikunni á Íslandi ;;
Það hefur verið æðislegt að hitta allt fólkið okkar og komast aftur í kynni við íslenskan mat. Er búin að sakna þess þvílíkt !
Ætla að leyfa nokkrum myndum að fylgja af vikunni á Íslandi ;;
Erfitt ferðalag, en þessi virði! |
Yndislegt að hitta þessa skvísu aftur |
Rúntur með uppáhalds :*
Fallegi báturinn þeirra pabba & Önnu |
Sjómaðurinn |
Fengum um 80 kg af þorski á rúmum hálftíma, vil meina að ég sé aflakló! |
No comments:
Post a Comment