Friday, May 18, 2012

Ekki eins velheppnuð vika

Eginlega bara alls ekki!

Ég fór að finna fyrir einhverjum slappleika á sunnudagskvöldið, ákvað því að fara snemma í háttinn og ná þessu úr mér. Ekki gekk það svo vel og ég vaknaði oft og mörgum sinnum þessa nótt með háan hita.

Svoleiðis hefur þetta gengið út ALLA vikuna og ég get svo svarið það að ég er að verða komin með ansi mikið leið á þessu! Endalaus hósti, sviti og skjálfti til skiptis og mjög hár hiti.

Var að vona að uppstigningardagur myndi hafa þau áhrif á mig að ég myndi hreinlega stíga upp úr öllu ruglinu en það voru fjarlægir draumórar. Svo ég er búin að liggja í rúminu í viku, svo orkulaus að ég hef ekki einu sinni geta horft á sjónvarpið. Ég sá sólina í fyrsta skiptið í dag, en aðeins til að fara til læknins. Ég fór líka í blóðprufu og lungnamyndatöku þar sem kom í ljós að ég er með lungnabólgu í hægra lunga. Það er kannski skýringin á þessari hörmulegu líðan, þetta er að vísu skásti dagurinn í dag, en ég er ennþá með hita.
Kenni að vísu í brjósti um fólk sem varð á vegi mínum á sjúkrahúsi Akranesbæjar í dag, ef það á einhvern tímann við þá var líklega ekki sjón að sjá mig.

Algjör viðbjóður, hef ekki fengið lungnabólgu áður en mikið er það sárt !

Plön helgarinnar munu þurfa að víkja fyrir heilsunni, þó það þurfi líklega að líma mig við stólinn. Get ekki beðið eftir að verða frísk á ný, get reyndar alltaf þakkað fyrir að verða það, ekki allir sem hafa það svo gott.

Þangað til er það sýklalyf og slökun.



Eigiði góða helgi.
- Líf

Ps.

Elsku Viktoría mín er að útskrifast sem stúdína í dag, sendi risaknús á Selfoss! Ég gæfi mikið til að geta komið og fagnað með þér. Njóttu dagsins sem allra allra best :)

No comments:

Post a Comment