Það var nú eitt gott sem kom til af veikindunum, ég fór í smá föndurgír. Mér sárvantaði stað fyrir krem og ilmi og mér datt í hug að nota gamla kryddhillu og raða í hana. Svo ég gat fundið mér eitthvað til dundurs og ég var afar fegin því.
En ég var öll að verða góð í lok síðustu viku og við skelltum okkur fjölskyldan saman til Akureyrar á föstudaginn, tilefnið var ferming hjá Kormáki frænda á laugardaginn. Þessi helgi var í einu orði sagt frábær, eins og alltaf þegar maður leggur leið sína á Duggufjöruna, tekið á móti manni með góðum mat og eintómri gleði. Það var heldur ekki til að skemma fyrir að nær öll stórfjölskyldan var saman komin og þá er sko hægt að skemmta sér, mikið hlegið.
Fermingin tókst frábærlega og maturinn var æði, hótelið var síðan notað undir Eurovision um kvöldið þar sem brugðið var upp skjávarpa svo að allir gátu horft saman. Úrslitin voru eins og þau voru, þýðir ekkert að svekkja sig yfr því. Við eyddum restinni af helginni í góða veðrinu á Akureyri og komum síðan heim í gærkvöldi.
Kormákur Breki flottur |
Eurovision |
Í dag fór ég hress og kát í vinnuna í góða veðrinu, það er algjör snilld að geta eytt dögunum í útivinnu þegar veðrið er eins og í dag. Svo er spáin góð, 7,9,13.
En árgangsmót og gleði næstu helgi með góðu fólki, get ekki beðið :)
Þangað til næst
- Líf
No comments:
Post a Comment