Allavega eru veikindin nánast horfin, ég er farin að geta hlaupið aftur og stundað ræktina og það er frábær tilfinning. Það er eitthvað svo ömurlegt þegar maður verður veikur hvað manni líður stundum eins og maður verði ekki betri aftur, það verður allt eitthvað svo vonlaust. En svo þarf maður ekki annað en að lesa fréttir til að vita hvað maður hefur það samt gott þrátt fyrir hor og hósta.
Vinnan gengur mjög vel og ég er rosalega sátt við breytinguna. Við höfum reyndar verið svakalega heppin með veðrið undanfarið. Svo var æðisleg tilfinning að hjóla úr vinnunni síðasta föstudag klukkan eitt, ég viðurkenni reyndar að ég var smá lost hvað ég ætti að fara gera, flestir í vinnu eða öðru. En við Ronja tókum hlauparúnt um bæinn og það er fátt betra í góðu veðri með góða tónlist.
Helgarnar hafa alltaf verið troðfullar af skemmtilegum uppákomum, ég fór meðal annars á fyrsta árgangsmótið mitt sem haldið var í Valfelli ásamt því að Díana útskrifaðist sem stúdína. Hún hélt þessa fínu veislu í Jónsbúð og það var mikil gleði og við vinkonurnar nema StapaSandra fórum saman í myndatöku hjá Edit og ég er ekkert smá spennt að sjá útkomuna.
Svo er bara búið að vera svo gaman að vera úti, fara í sund eða á róli með litlu systur. Svo erum við vinkonurnar búnar að "uppgötva" Skógræktina. Ekkert smá flott sem það svæði er orðið, fullur kassi af alls kyns afþreyjingardóti og við skemmtum okkur ekkert smá vel þar eitt kvöldið í vikunni ! Gaman líka að sjá hvað fólk gengur vel um dótið, þó það eigi alls ekki að þurfa að hrósa fyrir að skemma ekki en það er mjög gaman að geta gengið að þessu vísu og að sjálfsögðu ganga frá eftir sig. Eitt stórt klapp fyrir Skógræktinni ! Svo eru það grillin á kvöldin sem ekkert jafnast á við.
Vinkonur úr IS bekknum :) |
Díönu veisla :) |
Nú er ég aldeilis að spýta í lófana að klára skólann minn úti, ætla einmitt að hafa næstu færslu um það meira.
Þangað til næst, knús og njótum góða veðursins og þessara fallegu daga.
Íslenskt sumar er bara yndislegt :))
- Líf
No comments:
Post a Comment