
Ég ákvað að smella í eina lauflétta færlsu í tilefni þess að ég hef lokið náminu sem ég tók erlendis frá.
Þetta var sem sagt skóli í Kanada sem sérhæfir sig í brúðkaups- og viðburðarstjórnun. Ég hafði 3 ár til að klára námið en ég lýg því ekki að ég lá yfir þessu þar sem að ég lifði mig alveg inní verkefnin sem voru mjög góð og lærdómsrík. Ekki skemmdi svo fyrir að það fylgdi þvílíkur fjöldi af myndskreyttum bæklingum, bókum og alls kyns fróðleikur sem hægt er að nýta sér þegar kemur að raunveruleikanum.
Brúðkaupshlutinn var mjög stór partur af skólanum en ég hafði ekki síður gaman að viðskiptaráðstefnum, afmælum og þess háttar.
Ég er rosalega glöð og ánægð með mig að hafa látið vaða í þetta. Ég viðurkenni alveg að ég var alveg tvístígandi þar sem enginn sem ég þekkti hafði prófað og maður er alltaf hræddur við að lenda í einhverju svindli. En það var alls ekki raunin í mínu tilviki og ég er himinsæl með árangurinn.
Það sem ég fæ útúr þessu námi er eins konar diplóma ásamt IEWP viðurkenningu;
´´´´When you graduate, you'll receive the International Event and Wedding Planning Professional (IEWP™)certification. You'll be able to use the IEWP letters after your name. This valuable certification will improve your credibility and provide you with a competitive advantage over other event planners in your area. ´´´´
![]() |
Hluti af námsefninu |
Ég ákvað í beinu framhaldi af þessu námi að taka viðskiptafræðina hérna heima, ég er komin inn í báðum skólunum en ég reikna með að HÍ verði fyrir valinu. Ég hlakka mikið til að setjast aftur á skólabekk og taka þátt í félagslífinu af fullum krafti.
Eigið góða viku
- Líf
No comments:
Post a Comment