Tuesday, February 26, 2013

Árshátíðir

Mars-mánuður er tími Árshátíða hjá mörgum. Þannig er það einmitt hjá mér en ég fer líklegast á 2-3 árshátíðir þetta árið. Ég viðurkenni alveg að það væri sko ekki ónýtt að geta skottast í H&M og fleiri búðir í Bandaríkjunum núna og náð sér í 3 dress eða svo. En það er ekki alveg jafn auðvelt hér á klakanum góða. Þegar ég bjó úti vantaði stundum tilefnin fyrir fallega kjóla en hér heima vantar að geta keypt sér fallega kjóla á góðu verði. 


Rakst á þessa á netbrölti morgunsins: 
Asos, Nastygal, Forever 21 & H&M.











Það verður reyndar að teljast harla ólíklegt að einhver þeirra verði minn árshátíðarkjóll þar sem ég er nú ekkert á leið út en það má alltaf láta sig dreyma og fá hugmyndir. Eina sem ég er búin að ákveða er að vera ekki í svörtum, ég á alltof marga svarta kjóla og það styttist nú í sumarið.

- Líf

4 comments:

  1. Fííííínt!! :) Skvísum okkur upp fyrir árshátíð Vöku ;)

    ReplyDelete
  2. Mig langar í þennan vínrauða með svarta kraganum. Má ég?

    ReplyDelete
  3. Hvort þú mátt :) Hann fæst í H&M. Hann er reyndar mjög Helgulegur!!! :)

    ReplyDelete