Gleðilegan Valentínusardag.
Veðrið í Reykjavík svíkur ekki frekar en fyrri daginn.
Ég byrjaði daginn á 90 mínútna heitsteinanuddi, ég hugsa að það séu ekkert margar betri leiðir til þess að byrja daginn.
Langaði að deila með ykkur smá ljúfmeti .
Ég prufaði að gera svona fyrir nokkrum vikum síðan en ég sá mynd af svipuðu á netinu en gerði mér ekki alveg grein fyrir því hvað nákvæmlega væri í því. Ég átti hvítt súkkulaði sem ég bræddi og Múslí. Svo keypti ég jarðaber og dýfði þeim í súkkulaðið, því næst fór jarðaberið í múslibað og þaðan í kæli þar til það þornaði.
Útkoman var mjög góð og væri ekkert alvitlaust Valentínusarsnarl.
Já það er Valentínusardagur og já ég ætla mér að gera eitthvað rosalega væmið og rómantískt því að það er svo gaman að gera eitthvað öðruvísi og skemmtilegt, sama hvaðan siðurinn kemur.
Eigið góðan dag!
Líf
No comments:
Post a Comment