Tuesday, November 27, 2012

Jólin er'að koma

Jólin koma senn
Jólin eru tíminn 
Þegar hjartað mitt er sátt við guð og menn. 

Ég meika þetta varla meir, í alvöru talað hvernig er hægt að hugsa jafn mikið um jólin? Ég þarf að læra,,, aaaa best að skreppa og labba ein yfir tjörnina (því að hún er frosin og mér og öðrum 5 ára börnum í mibænum finnst það afar spennandi, koma svo aftur inn, vinda mér í bækurnar eða hvað? Aaaa best að hengja upp jólaljós, vinda mér í bækurnar, aaaa best að baka jólakökur nei ekki til suðursúkkulaði, best að baka þá bara kanilsnúða ..... Bækur?? Ah best að blogga um jól og ekki lærdóm.

Svona er ástandið nokkurn veginn á Tjarnargötunni. Tæp vika í próf en það er mikið skemmtilegra að pæla í jólum, jólagjöfum og jólaskreytingum. Aumingja Raggi skilur ekki upp né niður en er þó orðinn nokkuð sjóaður í jólagleði minni.

Það versta er að ég er rétt að byrja .............

Við Agnes vorum duglegar að eigin mati í IKEA
um daginn ..







Annar svefnherbergisglugginn

Smá flipp

Stofuglugginn

Tréð í garðinum okkar



Eins og ég sagði, ástandið er ekki gott. En ég er staðráðin í því að allt mun rata á betri veg strax á morgun. Svo um helgina þá ætlum við að kíkja í Skagaknús þar sem lærdómurinn verður tekinn á annað level og vera í fæði á meðan. Hljómar ekki illa.

Gangi ykkur súper vel og smá samúðsknús á lærdómshausa! Og þið hin, andsk. hafi það njótið þess að vera ekki í prófum.....

JólaLíf.

Friday, November 23, 2012

Bannað að gleyma....

Að horfa á jólamyndir.

Uppáhalds jólamyndirnar mínar sem ég ætla svo sannarlega að kíkja á eftir prófin, og inn á milli því ég hef talið sjálfri mér trú um að það er gott að líta öðru hverju örlítið upp úr bókunum..

Ég er svo fyndin stundum, allt árið er ég öðru hverju að rifja upp jólamyndir en ég svo þegar líður að jólum og mig virkilega langar til þess að horfa á einhverja góða þá man ég engar. 

En þar sem að ég er í hættulega miklu jólaskapi í dag þá ákvað ég að rifja þetta aðeins upp :)

Rómantísk og góð

Skemmtileg

Gömlu góðu, allar góðar 1,2 og 3

Eitthvað við þessar!

Lúmskt góð

Fyndin og fáránleg

Bætir, kætir og grætir!

Kjánalega skemmtilegar allar!

Uppáhalds allra tíma, þorláksmessumyndin mín.

Hugljúf og sæt


Gömul og dúlluleg. 

Eruði með fleiri góðar?

Ég veit allavega að ein þeirra mun rata í tækið mitt í kvöld. 


Góða helgi :*

- Líf

Thursday, November 22, 2012

Valdimar

Valdimar tónleikarnir síðasta föstudag í Gamla Bíó voru gæsahúð útí gegn .....

Hann tók meðal annars öll lögin af nýju plötunni sinni "Um stund" sem er klárlega komin á jólaóskalistann.




Þetta er lagið hans Sýn.

Mér finnst hrikalega gaman að fylgjast með grósku íslenska tónlistarlífsins og það er um að gera að skélla sér eins oft á tónleika og kostur er á. Allavega finnst mér fátt skemmtilegra.

Á tónleikunum


Ekki amalegt að geta rölt á tónleika í fallegu kvöldveðri. 

Wednesday, November 14, 2012

Miðvikudagshugdettur

Gott kvöld kæru lesendur.

Það er orðið svolítið langt síðan síðast en ég hef ákveðið að bæta úr því hér með.

Í fréttum er þetta helst af Tjarnargötunni að ég eignaðist KitchenAid hrærivél sem er ekki frá sögu færandi nema það bara er alveg stórkostlegt. Annað eins tæki hef ég ekki átt og ég berst við sjálfan mig að leyfa henni ekki að sofa uppí ....... Án efa ein af nytsamlegri gjöfum sem ég hef á ævinni fengið.

Læt nú fylgja nokkrar myndir af gripnum :



Jólatilboð, fékk þetta í kaupæti :) ekki slæmt.

Sátt & Sæl

Vélin hefur auðvitað verið brúkuð síðan hún varð fjölskyldumeðlimur, meðal annars í dásamlegt kryddbrauð með jólalykt sem og skinkuhornsgerð sem við Raggi skelltum okkur í eitt kvöldið. Hvoru tveggja tókst ljómandi vel og ég vill meina að Kitchan komi þar að máli.

Kryddkakan, og lyktil varð dásamleg

Skinkuhornagerðarmeistari

Þessir félagar svíkja seint í kryddbrauðsgerð!


Æjj fór í smá mömmuleik með Hr. Felixsyni eftir vel heppnað matarboð um daginn. Hann er ofur hnoðri :)


En kvöldmaturinn í kvöld var smá tilraunastarfsemi, einmitt í tengslum við hrærivélina, svo ég komi henni nú sem oftast fyrir. Hakkbollur með spaghettí, hljómar einfalt, reyndist einfalt og svo skemmir ekki fyrir að hráefnið er ódýrt. Svo þetta myndi kallast mjög svo námsmannavæn máltíð.



Við settum hakk, rjómaost, egg og lauk í vélina og létum hrærast saman. Krydduðum með kjöt&grill kryddi, ítölsku paniní kryddi og auðvitað salt og pipar. Suðum spaghettí á sama tíma og hnoðuðum í kúlur úr hakkinu svo úr urðu litlar sætar bollur. Leið þeirra lá beint á pönnuna þær sem þær fengu að steikjast vel og liggja í Thai Sweet Chili sósu. Herlegheitunum var síðan blandað saman í skál ásamt spaghettí og útkoman var mjög fín.

Hér má sjá hrærivél að störfum

Lovlí krydd, ég elska reyndar ALLT sem kemur frá Pottagöldrum

Salt & pipar 

Hnoðað í bollukrútt

Steikt

Kannski ekki það girnilegasta sem þið hafið séð ....
En mjög gott samt :)



Alltaf gaman að prufa eitthvað nýtt og enn skemmtilegra þegar það heppnast vel !

Talandi um að prufa þá var ég greinilega í stuði í kvöld því ég fékk allt í einu þá hugdettu að hengja upp póstkortin sem ég er búin að vera að safna í gegnum tíðina. Ég hef reynt að hafa það sem venju að kaupa póstkort þegar ég fer til nýs lands en ég gerði undantekningu í Bandaríkjunum þar sem þetta eru nánast 50 mismunandi lönd og keypti í nýjum borgum. Mér fannst útkoman skemmtileg :

Staðsett fyrir ofan vinnuaðstöðuna inní svefnherbergi

Add caption
Ég viðurkenni að mig langaði hrikalega til útlanda á meðan á þessu dúlleríi stóð, en það er samt alltaf gaman að eiga skemmtilegar minningar.



En það er fullt framundan, á morgun er aldeilis skemmtidagur sem ég er búin að bíða eftir í viku eða svo. Þetta hljómar kannski ekki mjög spennandi en það er það svo sannarlega í mínum huga. Við Agga ætlum að taka fyrir Ikea, Rúmfó og allar helstu verslanir landsins í leit að jólaskrauti sem sæmir sig á heimilum okkar. Jóljóljólajóljóla....... Þetta er bara of skemmtilegt og gott og stutt!!!

Síðan liggur leiðin á Skagann í klippingu & augabrúnasans.

Svo tókum við Raggi þá ákvörðun að vera duglegri að fara á tónleika en það er einmitt það sem við erum að vinna í. Á föstudaginn er það útgáfutónleikar Valdimar í GamlaBíó sem er hrikalega notalegur tóneikastaður og flytjandinn ekki síður notalegur. Svo er það mögulegast elsku Palli á laugardaginn í smá elsku Skagann.

Eigið góða helgi & endilega að jólast smá.
Það má ! Og vitiði hvernig ég veit það ?? Því ef manni líður vel í ákveðnu umhverfi sem vekja skemmtilegar tilfinningar hjá manni .... Afhverju að einskorða það við einhverja 30 daga? Nú svo eru ekki allir sem hafa tíma í byrjun desember þegar prófin skella á. Þá er ekki vitlaust að vera bara búin að þessu og geta svo bætt aðeins við öðru hverju í desember. Og hananú :)

- Líf, sem dritaði svo fast á lyklaborðið í lokinn að það kom reykur.......


Thursday, November 8, 2012

Föstudags

Þá er það föstudagur enn á ný. Ekki svo sem neitt slæmt við það, vinnu & læruhelgi framundan. Sem er ágætt útaf fyrir sig. 

Ég er algjörlega húkt á kertum eins og mínir nánustu hafa aldeilis fengið að finna fyrir. Það er eitthvað við það að kveikja á kerti, sérstaklega með ilmi sem gerir allt svo miklu notalegra. Það skiptir í raun ekki máli finnst mér hvað árstíð það er, en núna í myrkrinu og skammdeginu á það einstaklega vel við. 






Það er alltaf skemmtilegt að útbúa sýna eigin kertabakka. Svo er hægt að breyta um stærðir, gerðir og liti að vild. Kertin eru öll úr IKEA nema rauða sem brotnaði og var sett í súpuskál frá Puerto Rico. Um að gera að nýta svona hluti, ég var ekkert að missa mig í að skélla í súpu ofan í hana.



Í gærkvöldi fengum við Raggi góða gesti í mat. Tókum smá jólaþema á þetta og buðum uppá Bayonne skinku, brúnaðar og allann pakkann. Við höfum ekki gert það áður sjálf svo að það var svolítil áskorun en engu að síður rosalega gaman og tókst bara nokkuð vel upp. Karamellan á kartöflurnar var líklega það allra erfiðasta en æfingin skapar meistarann ekki satt!?

Allt til alls, að ógleymdu malt og appelsíni.
 Ég hafði ekki smakkað jólaöl síðan fyrir ári síðan þar sem við vorum úti um páskana. Það var bara alveg jafn gott og mér minnti.

Gestirnir fínu og flottu.

Alles klar.

Eftirrétturinn var í einfaldasta kantinum en uppskriftina fékk ég þegar ég var yngri og fékk að fara í sveitina eitt sumarið. Það var voða sport og mér leiddist ekki sekúntu, en þar varð ég vitni af ömmu minni útbúa þennan einstaklega auðvelda eftirrétt. Það er sem sagt gamli góði Royal búðingurinn, hann fæst með karamellu, súkkulaði, vanillu, sítrónu og jarðaberja. Ég tók nú ekkert flipp á þetta en hafði engu að síður súkkulaði og karamellu. Svo er búðingurinn settur í botninn á skálinni, því næst þeyttur rjómi með örlítið af vanilludropum og efst kemur súkkulaðispænir. Þetta bara einfaldlega virkar og er þæginlegt. 



Tæpur mánuður í próf, tíminn flýgur frá manni. 

Eigið góða helgi :)

- Líf