Gott kvöld kæru lesendur.
Það er orðið svolítið langt síðan síðast en ég hef ákveðið að bæta úr því hér með.
Í fréttum er þetta helst af Tjarnargötunni að ég eignaðist KitchenAid hrærivél sem er ekki frá sögu færandi nema það bara er alveg stórkostlegt. Annað eins tæki hef ég ekki átt og ég berst við sjálfan mig að leyfa henni ekki að sofa uppí ....... Án efa ein af nytsamlegri gjöfum sem ég hef á ævinni fengið.
Læt nú fylgja nokkrar myndir af gripnum :
 |
Jólatilboð, fékk þetta í kaupæti :) ekki slæmt. |
 |
Sátt & Sæl |
Vélin hefur auðvitað verið brúkuð síðan hún varð fjölskyldumeðlimur, meðal annars í dásamlegt kryddbrauð með jólalykt sem og skinkuhornsgerð sem við Raggi skelltum okkur í eitt kvöldið. Hvoru tveggja tókst ljómandi vel og ég vill meina að Kitchan komi þar að máli.
 |
Kryddkakan, og lyktil varð dásamleg |
 |
Skinkuhornagerðarmeistari |
 |
Þessir félagar svíkja seint í kryddbrauðsgerð! |
Æjj fór í smá mömmuleik með Hr. Felixsyni eftir vel heppnað matarboð um daginn. Hann er ofur hnoðri :)
En kvöldmaturinn í kvöld var smá tilraunastarfsemi, einmitt í tengslum við hrærivélina, svo ég komi henni nú sem oftast fyrir. Hakkbollur með spaghettí, hljómar einfalt, reyndist einfalt og svo skemmir ekki fyrir að hráefnið er ódýrt. Svo þetta myndi kallast mjög svo námsmannavæn máltíð.
Við settum hakk, rjómaost, egg og lauk í vélina og létum hrærast saman. Krydduðum með kjöt&grill kryddi, ítölsku paniní kryddi og auðvitað salt og pipar. Suðum spaghettí á sama tíma og hnoðuðum í kúlur úr hakkinu svo úr urðu litlar sætar bollur. Leið þeirra lá beint á pönnuna þær sem þær fengu að steikjast vel og liggja í Thai Sweet Chili sósu. Herlegheitunum var síðan blandað saman í skál ásamt spaghettí og útkoman var mjög fín.
 |
Hér má sjá hrærivél að störfum |
 |
Lovlí krydd, ég elska reyndar ALLT sem kemur frá Pottagöldrum |
 |
Salt & pipar |
 |
Hnoðað í bollukrútt |
 |
Steikt |
 |
Kannski ekki það girnilegasta sem þið hafið séð ....
En mjög gott samt :) |
Alltaf gaman að prufa eitthvað nýtt og enn skemmtilegra þegar það heppnast vel !
Talandi um að prufa þá var ég greinilega í stuði í kvöld því ég fékk allt í einu þá hugdettu að hengja upp póstkortin sem ég er búin að vera að safna í gegnum tíðina. Ég hef reynt að hafa það sem venju að kaupa póstkort þegar ég fer til nýs lands en ég gerði undantekningu í Bandaríkjunum þar sem þetta eru nánast 50 mismunandi lönd og keypti í nýjum borgum. Mér fannst útkoman skemmtileg :
 |
Staðsett fyrir ofan vinnuaðstöðuna inní svefnherbergi |
 |
Add caption |
Ég viðurkenni að mig langaði hrikalega til útlanda á meðan á þessu dúlleríi stóð, en það er samt alltaf gaman að eiga skemmtilegar minningar.
En það er fullt framundan, á morgun er aldeilis skemmtidagur sem ég er búin að bíða eftir í viku eða svo. Þetta hljómar kannski ekki mjög spennandi en það er það svo sannarlega í mínum huga. Við Agga ætlum að taka fyrir Ikea, Rúmfó og allar helstu verslanir landsins í leit að jólaskrauti sem sæmir sig á heimilum okkar. Jóljóljólajóljóla....... Þetta er bara of skemmtilegt og gott og stutt!!!
Síðan liggur leiðin á Skagann í klippingu & augabrúnasans.
Svo tókum við Raggi þá ákvörðun að vera duglegri að fara á tónleika en það er einmitt það sem við erum að vinna í. Á föstudaginn er það útgáfutónleikar Valdimar í GamlaBíó sem er hrikalega notalegur tóneikastaður og flytjandinn ekki síður notalegur. Svo er það mögulegast elsku Palli á laugardaginn í smá elsku Skagann.
Eigið góða helgi & endilega að jólast smá.
Það má ! Og vitiði hvernig ég veit það ?? Því ef manni líður vel í ákveðnu umhverfi sem vekja skemmtilegar tilfinningar hjá manni .... Afhverju að einskorða það við einhverja 30 daga? Nú svo eru ekki allir sem hafa tíma í byrjun desember þegar prófin skella á. Þá er ekki vitlaust að vera bara búin að þessu og geta svo bætt aðeins við öðru hverju í desember. Og hananú :)
- Líf, sem dritaði svo fast á lyklaborðið í lokinn að það kom reykur.......