Saturday, April 7, 2012

Öðruvísi Páskar

Þá er að renna upp páskadagur, heldur öðruvísi en ég hef vanist í gegnum árin.

Það er þannig að ég er ein af þeim sem hef aldrei verið erlendis um páskahátíðina, þó gæti verið að ein keppnisferð í badmintoninu hafi hitt á páska fyrir einhverjum árum. Allavega er staðan svoleiðis að það spáir um 25 stiga hiti og sól og maður er ekki alveg að átta sig á tímasetningunni. Ég er búin að vera hálf ruglið í tímanum aðalega að sökum veðursins. En það eru páskaegg komin í hús, nautasteikin bíður þess að komast á grillið, meðlætið í ísskápnum og ís í frystinum. Svo að þetta verður alls ekki slæmt, öðruvísi gott bara.

Við komum heim frá Atlanta í kvöld um hálf 9 leytið. Ferðin gekk vel og var afar notaleg, gistum á þessu fínasta hóteli í útjaðri borgarinnar. Fimmtudagurinn fór í ferðalag og svo var H&M búðin aðeins skönnuð, það er alltaf gaman. Nýja línan var mætt í búðina en ég var nú ekkert að missa mig ! En ég fjárfesti þó í þessum dásamlegu stuttbuxum sem mér þykir afar vænt um;

Litirnir í þeim finnst mér æði .....

Að snæðingi fyrsta kvöldið

Á föstudaginn langa, skrítið að skrifa það þar sem ég gerði mér enga grein fyrir að um þann dag væri að ræða, þá skoðuðum við Aguariumið eða Sjávardýragarður. Þeir vilja meina það að þetta sé sá allra stærsti í öllum heiminum og eftir ferðina þá er ég ekkert að efast um það. Við sáum hvali, froska, alls kyns fiska og fleiri furðudýr. Mannmergðin var svakaleg og við náðum auðveldlega að eyða deginum þarna, við enduðum góðan dag á Cheese-Cake Factory sem að stendur alltaf fyrir sínu.

Nokkrar myndir úr garðinum;


Sætur þessi

Fiskar í bland

Frekar ljótir 

Sverðfiskur

Krossfiskur


Hægt var að fá að kafa með fiskunum

Risastórt fiskabúr með öllum skaranum

Pós með fiskunum!

Planið var að keyra síðan beint heim á laugardagsmorguninn en við ákváðum í forvitni að keyra aðeins út fyrir borgarmörkin og kanna margumrædd Outlet, eða réttara sagt markaði. Við keyrðum einhverjar 60 mílur og komum meðal annars við í veiðibúðinni stóru þar til að við fundum staðinn. Enginn smá staður þar sem fyrirtæki á borð við Nike, Adidas, Puma, Under Armour, DKNY, Converse, Nine West, Reebok, Aldo og fleiri fleiri voru með markaði á vörum sínum. Þetta voru í raun aðeins eldri týpur af vörum í bland við nýtt og aldeilis hægt að gera góð kaup. Við íþróttafötuðum okkur aðeins upp og vorum himinlifandi með afraksturinn;

Stolt í nýja NIKE gallanum! nú skal hlaupið!
(...........eftir páska þó)

Mæli með þessu ! 

Vikan er nokkuð óráðin, stefnum á að nýta sólina sem allra mest og svo er planið að kíkja á geimsafnið sem er jú einu sinni einkennismerki fyrir Huntsville.

Ég óska ykkur gleðilegra páska og ég vona að þið hafið það sem allra best
Knús, Líf.

3 comments:

  1. Gleðilega páska elsku vinkona :* Geggjuð hlaupaföt, læt mig dreyma um svona galla! Notið þið síðustu vikurnar vel en ég er ótrúlega spennt að fá þig heim :D
    - Alexandra Berg

    ReplyDelete
  2. Ahh mig langaði bara ad smella einu kommenti a thig. Elska ad lesa bloggid thitt thar sem thu ert a somu slodum og eg var a thegar eg var skiptinemi:) thetta outlet mall sem yhu forst i er i baenum mínum sem eg bjo í- eg lifdi eimmit thar allar helgar. En hafdu thad gott thad sem eftir er af dvölinni ykkar:))
    Kv- íris gunn

    ReplyDelete
  3. Takk sömuleiðis, er líka meest spennt að koma að hitta þinns :*

    Takk Íris, já þetta er algjört ævintýralíf, maður nýtur þess á meðan það er! ;) við sjáumst vonandi e-ð í sumar!

    ReplyDelete