Wednesday, September 14, 2011

Hellidembur, truarsongvar & rispadir hringitonar!?

Daginn gott folk.
Nu er lidin rum vika sidan vid stollur maettum til Ghana og thvi 1/4 lidinn af aevintyrunum. Eg get alls ekki sagt ad vikan hafi flogid afram og af vid hofum hreinlega gleymt okkur i gledinni, thetta hefur verid andlega og likamlega mjog strembid og eg tala nu ekki um vidbrigdin ad koma a stad sem thennan sem er svo gjorolikur thvi sem vid hofum vanist. Vid erum alltaf ad hugsa thad her hvad vid hofum thad hrikalega hrikalega gott a klakanum okkar og thad er gott ad sja thad med thessum augum eins og vid gerum nuna. A myndinni ma sja hvernig hver dagur hefst, pokavatn og bons af lyfjum!

En ad skemmtilegri malum, eda ekki...! I thessari viku hefur verid tekin upp su nyjung ad klukkan 05:00 a morgnana (adur fyrr taladi eg um 5 um nott en okei) tha byrjar husradandin MamaKit ad syngja og hringja bjollum, bjollur eru alltaf pirrandi og thad sem verra er ad Kit kann ekki ad syngja, hun er alveg thokkalega vel laglaus en thad stoppar hana ekki i ad gala thar til klukkan er ordin half 6 og vid drottumst fram ur i vondu skapi. Svo hofum vid hellings verkefni i vinnunni svo thetta lidur agaetlega hratt ... Verdur samt yndislegra en allt yndislegt ad koma heim :)

Nu i gaer kom ny stelpa hingad, en hun er fra Milano a Italiu, hun er einu ari yngri en vid og heitir Fransie og er mjog fin, svo nu erum vid 3 sjalfbodalidar sem er alls ekki verra enda nog ad gera og alveg 30 krakkar. I dag rigndi svo rosalega a okkur a leid i vinnu eftir hadegi ad i fyrsta sinn vottadi fyrir sma kulda hja mer , greyjid bornin sem fara alltaf i bad um 3 leytid en sem betur fer saud Grandma (Konan sem ser um heimilid, ein af theim) vatn sem blandiadist svo vid kalt vatn svo thau yrdu ekki alveg frosin. Um helgina aetlum vid ad fara til Cape coast, en thad er elsti baerinn i Ghana og hann liggur vid sjo svo vid munum kannski smella okkur adeins a strondina. Erum adeins byrjadar ad fa lit, Gunnsa serstaklega a oxlunum, smaaa raud og svo hanga krakkarnir svoleidis a oxlunum a henni.. Ekki gott thad!! Musi vinur hefur adeins verid ad heimsaekja okkur a nottunni, an okkar vitundar reyndar en hann skildi eftir sig sonnunargogn i herbalife kassanum hennar Gunnsu.. Tokum med okkur herbalife proteinstangir og Musi vinur var buinn ad opna brefid og byrjadur ad narta. Flott thad, adeins hefur baest i vinahopinn thvi RISA kongulo , sagdi ad hin vaeri RISA tek thad til baka. Okkur hefur adeins tekist ad sja 3 faeturnar a henni og their eru svona 10 cm hver, restina af ser felur hun inni i veggnum og eg vona ad hun haldi thvi bara thannig. Svo er thad Erlingur edla sem var skyndilega maettur og hljop um alla veggi eins og odur madur. En thad er alltaf gaman ad vera vinsaell, er thad ekki??

Eitt sem mig langar ad deila med ykkur en thad eru simamal Ganverja, thannig er nu mal med vexti ad flottir simar eru mjog odyrir svo thad a hver madur sima og thad flottann. Minna er um ad folk eigi utvorp svo ad simarnir eda rettara sagt hringironarnir eru notadir ospart folki til skemmtunar. Eda til ama eins og i okkar tilfelli, simanum er bara smellt a bord (yfirleitt uti) og svo er sami tonninn spiladur a repeat ENDALAUST !! eg var ordin svo pirrud a einu lagi i gaer og neinei, thad kom svona riispuhljod.... Fulasta alvara eins og thegar geisladiskar eru ofnotadir. Svo ja folk, thad er haegt ad ofnota og rispa hringitona. Nema thad se eitthvad spes ganverskt eins og svo margt annad reyndar!

En fleira er ekki i dag, mun koma med eina goda eftir helgina en eg get nanast sagt thad fyrirfram ad hun verdur skrautleg .... Bara svona af gefinni reynslu af ferdamalunum her.
Okkur lidur vel og mallakutur er nokkud sattur (thratt fyrir ad i kvoldmatinn var plantin sem er eins og banani nema ekki banani stappad i drasl og hitad, mjog mjog vont thvi midur)

XXX Lif

Eg a afmaelisommu i dag, 67 ara hun Inda amma min. Kossar og knus a hana, vona ad einhver lesi thetta fyrir thig amma min, eda tolvumalin seu komin i annad horf hja ther ! :)

4 comments:

  1. Gaman að heyra frá þér :) kveðja frá okkur öllum Bobba

    ReplyDelete
  2. Love á þig endalaust knús mamma :)

    ReplyDelete
  3. Líf okkar hafðu það rosalega gott,kv.

    Viddi og Lóa.

    ReplyDelete
  4. Thanks and that i have a dandy provide: How Much Home Renovation Can I Afford home reno costs

    ReplyDelete