Thursday, March 21, 2013

Árshátíð


Ég fór á rosa flotta Árshátíð síðasta laugardag í Vodadone höllinni hjá Íslandsbanka. Ég verð að viðurkenna að ég var einna mest spennt fyrir því að sjá skreytingarnar. Þemað var Tívolí og búið var að endurgera höllina sem Tívolíið í Kaupmannahöfn með mjög eftirminnilegum árángri. 
Við erum að tala um hringekju, ristaðar möndlur, canfy-floss, trúða, leiktæki og margt fleira. Síminn minn dó auðvitað fljótlega sem var kannski ágætt , annars hefði ég mögulega verið OFF allt kvöldið í Iphonemyndatökum sem hefði mögulega verið óþarflega vandræðalegt.



Það er svo gaman að fara á Árshátíðir, en ég er einmitt á leið í eina slíka næsta Laugardag hjá Vökunni minni og ég er hrikalega spennt. Einnig fleiri skemmtilegir viðburðir framundan en meir um það...... síðar :)

----------------------------------------------






Ekkert er ómögulegt þegar kemur að skreytingum og þessi skemmtun var gott dæmi um það :)

-------------------------------------------------------------------

Líf

No comments:

Post a Comment