Thursday, March 21, 2013

Tapashúsið

Átti dásamlegt kvöld í vikunni með vinnufélögum mínum en við fórum í smakkseðil hjá Tapashúsinu niðrá höfn. Ég hafði aldrei borðað þar fyrr en ég get svo sannarlega sagt að ég varð ekki fyrir vonbrigðum!!
Hér má sjá brot af veitingunum:









Ef ég yrði að velja einn rétt sem stóð uppúr.... Þá yrði ég að velja tvo ; Lynghænuna og humarinn.
Mæli með Tapashúsinu ; http://tapashusid.is/ 

Líf


Árshátíð


Ég fór á rosa flotta Árshátíð síðasta laugardag í Vodadone höllinni hjá Íslandsbanka. Ég verð að viðurkenna að ég var einna mest spennt fyrir því að sjá skreytingarnar. Þemað var Tívolí og búið var að endurgera höllina sem Tívolíið í Kaupmannahöfn með mjög eftirminnilegum árángri. 
Við erum að tala um hringekju, ristaðar möndlur, canfy-floss, trúða, leiktæki og margt fleira. Síminn minn dó auðvitað fljótlega sem var kannski ágætt , annars hefði ég mögulega verið OFF allt kvöldið í Iphonemyndatökum sem hefði mögulega verið óþarflega vandræðalegt.



Það er svo gaman að fara á Árshátíðir, en ég er einmitt á leið í eina slíka næsta Laugardag hjá Vökunni minni og ég er hrikalega spennt. Einnig fleiri skemmtilegir viðburðir framundan en meir um það...... síðar :)

----------------------------------------------






Ekkert er ómögulegt þegar kemur að skreytingum og þessi skemmtun var gott dæmi um það :)

-------------------------------------------------------------------

Líf

Tuesday, March 5, 2013

Wedding planning

Brúðkaup.

Það skemmtilegasta við þau er hversu ólík þau eru eftir því hver á í hlut og hvað hver og einn setur sinn persónulega svip á þau.

Ég er byrjuð að skipuleggja fyrsta brúðkaupið en það verður haustbrúðkaup, sennilega skemmtilegasta verkefnið hingað til.









Það er sannarlega endalaust úrval af skemmtilegum hugmyndum, nú er að vinna úr þeim og skapa eitthvað ógleymanlegt. Mikil og skemmtileg vinna framundan.

- Líf