Tuesday, May 29, 2012

Heilsufarið að snúa aftur og góð hvítasunnuhelgi að baki

Já langt síðan síðast, það hefur að vísu liðið svakalega hratt sökum heilsuleysis. Mér hrakaði aftur í miðri síðustu viku og læknirinn skipaði mér að koma fram við lungnabólgu eins og hún á skilið, sökum alvarleika. Ég viðurkenni alveg að ég fór eflaust of snemma á stað, en ég bara hreinlega vissi ekki betur.

Það var nú eitt gott sem kom til af veikindunum, ég fór í smá föndurgír. Mér sárvantaði stað fyrir krem og ilmi og mér datt í hug að nota gamla kryddhillu og raða í hana. Svo ég gat fundið mér eitthvað til dundurs og ég var afar fegin því.




Nokkuð sátt með útkomuna


En ég var öll að verða góð í lok síðustu viku og við skelltum okkur fjölskyldan saman til Akureyrar á föstudaginn, tilefnið var ferming hjá Kormáki frænda á laugardaginn. Þessi helgi var í einu orði sagt frábær, eins og alltaf þegar maður leggur leið sína á Duggufjöruna, tekið á móti manni með góðum mat og eintómri gleði. Það var heldur ekki til að skemma fyrir að nær öll stórfjölskyldan var saman komin og þá er sko hægt að skemmta sér, mikið hlegið.




Fermingin tókst frábærlega og maturinn var æði, hótelið var síðan notað undir Eurovision um kvöldið þar sem brugðið var upp skjávarpa svo að allir gátu horft saman. Úrslitin voru eins og þau voru, þýðir ekkert að svekkja sig yfr því. Við eyddum restinni af helginni í góða veðrinu á Akureyri og komum síðan heim í gærkvöldi.

Kormákur Breki flottur

Eurovision




Í dag fór ég hress og kát í vinnuna í góða veðrinu, það er algjör snilld að geta eytt dögunum í útivinnu þegar veðrið er eins og í dag. Svo er spáin góð, 7,9,13.

En árgangsmót og gleði næstu helgi með góðu fólki, get ekki beðið :)

Þangað til næst
- Líf

Friday, May 18, 2012

Ekki eins velheppnuð vika

Eginlega bara alls ekki!

Ég fór að finna fyrir einhverjum slappleika á sunnudagskvöldið, ákvað því að fara snemma í háttinn og ná þessu úr mér. Ekki gekk það svo vel og ég vaknaði oft og mörgum sinnum þessa nótt með háan hita.

Svoleiðis hefur þetta gengið út ALLA vikuna og ég get svo svarið það að ég er að verða komin með ansi mikið leið á þessu! Endalaus hósti, sviti og skjálfti til skiptis og mjög hár hiti.

Var að vona að uppstigningardagur myndi hafa þau áhrif á mig að ég myndi hreinlega stíga upp úr öllu ruglinu en það voru fjarlægir draumórar. Svo ég er búin að liggja í rúminu í viku, svo orkulaus að ég hef ekki einu sinni geta horft á sjónvarpið. Ég sá sólina í fyrsta skiptið í dag, en aðeins til að fara til læknins. Ég fór líka í blóðprufu og lungnamyndatöku þar sem kom í ljós að ég er með lungnabólgu í hægra lunga. Það er kannski skýringin á þessari hörmulegu líðan, þetta er að vísu skásti dagurinn í dag, en ég er ennþá með hita.
Kenni að vísu í brjósti um fólk sem varð á vegi mínum á sjúkrahúsi Akranesbæjar í dag, ef það á einhvern tímann við þá var líklega ekki sjón að sjá mig.

Algjör viðbjóður, hef ekki fengið lungnabólgu áður en mikið er það sárt !

Plön helgarinnar munu þurfa að víkja fyrir heilsunni, þó það þurfi líklega að líma mig við stólinn. Get ekki beðið eftir að verða frísk á ný, get reyndar alltaf þakkað fyrir að verða það, ekki allir sem hafa það svo gott.

Þangað til er það sýklalyf og slökun.



Eigiði góða helgi.
- Líf

Ps.

Elsku Viktoría mín er að útskrifast sem stúdína í dag, sendi risaknús á Selfoss! Ég gæfi mikið til að geta komið og fagnað með þér. Njóttu dagsins sem allra allra best :)

Sunday, May 13, 2012

Vel heppnuð vika

Frábærir dagar að baki á Skaganum, ég held hreinlega að ég ljúgi engu þegar ég segi að hver dagur hefur verið umkringdur yndislegu fólki og þannig líður manni best.

Ég fór á fyrsta ÍA leikinn minn þar sem erkióvinirnir áttust við en sá leikur endaði okkur i hag eins og flestir eflaust vita. Huntsville vinir okkar gerðu sér ferð út bænum á leikinn og við sáum ekki annað í stöðunni en að bjóða þeim alvöru Skagarúnt með leiðsögumönnum og enduðum við síðan í heitu kakó og konfekti. Það var rosalega gaman að fá þá í heimsókn og ég vona að sá leikur verði endurtekin.

Ég byrjaði líka í BootCamp með mömmu en hún hefur verið síðan í ársbyrjun. Það er mjög skemmtileg líkamsrækt, það er svo rosalega gott að vinna í hóp og maður verður mun metnaðarfyllri en ella. Þetta er að vísu klukkan 6 á morgnana og ég dáist að fólkinu sem er búið að vera í þessu í lengri tíma. Ég viðurkenni alveg að það er erfitt en það jafnast ekkert á við tilfinninguna sem maður fær þegar tíminn er búinn.

Ég fékk síðan boð í morgunkaffi daginn eftir þar sem hittust á ný Einarsbúðarsamstarfsmenn heima hjá Karí í nýja glæsilega húsinu hennar. Það voru við Karí og systurnar Lóa og Íris og "morgun"kaffið dróst aldeilis á langinn eins og oft vill verða þegar mikið er um að spjalla.
Um kvöldið fórum við í Borgarnesið þar sem pabbi mallaði dýrindis nautapottrétt, eitt af mínu uppáhald og það var ansi ljúf kvöldstund.

Helgin gekk í garð með Galito hádegisdeiti með "nýrri" Einarsbúðarstarfsmönnum. Það var mjög svo gaman að vanda og þeir eiga hrós skilið fyrir nýja staðinn sinn og matinn. Það er eitthvað við pizzu frá Galito sem gerir það að verkum að ég hef ekki enn fengið neina betri !! Ég segi það og skrifa :)
Síðan héldum við Raggi, Snorri og amma í nesið á ný þar sem Heiðdís frænka bauð uppá súpu, meðlæti og himneska súkkulaðiköku í tilefni af komandi útskrift Edda frænda. Þar hitti ég föðurættina á ný eftir langa fjarveru, mikið hlegið og mikið stuð.

Öll frændsystkinin + Raggi

Seinna þetta kvöld fór ég í matarboð númer 2 hjá Vigni í heilan kjúkling og með því! Það hefur verið hefð hjá okkur á veturna að borða saman annan hvern föstudag hjá honum og alltaf heill kjúklingur. Frábær hefð sem fór að vísu í sumarfrí eftir síðasta föstudag. Hlakka strax þangað til næst! ;)

Svo var bara beint upp í bíl og suður með þeim Gunnþórunni, Agnesi og Daisy. Við kíktum á Guggugötuna til þeirra Bergþóru og Aldísar og við tókum púlsinn á stórborgarlífinu. Mér fannst mjög gaman að komast aftur á gott Reykjavíkurdjamm. Ég segi bara alveg eins og er, mér finnst mun skemmtilegra að djamma á Íslandi heldur en úti þegar kemur að skemmtistaðarmenningunni. Það er alveg gjörólíkt.


Guggugatan!


Hotel_volkswagenLaugardagurinn fór í rólegheit þar til höfuðborgin var heimsótt aftur með tengdarfjölskyldunni þar sem förinni var heitið í Borgarleikhúsið. Við sáum verkið Hótel Volskwagen eftir Jón Gnarr. Það var mjög spes verk, svona sérstakur og svartur húmor. En við gátum hlegið helling og skemmtum okkur konunglega.


Kvöldið endaði síðan hjá Agnesi þar við Gunnþórunn og Eyja áttum frábært kvöld saman. Agnes bauð uppá frábærar veitingar og við áttum skemmtilegt spjall og enduðum síðan á óvæntu "balli" á Gamla Kaupfélaginu með þeim Matta og Hreimi. Það er eitthvað við það þegar maður á ekki von á neinu og svo allt í einu verður svo skemmtilegt. Ef að þið vitið hvað ég á við, við vissum ekki einu sinni hvort þetta yrði ball eða meira svona tónleikar. En við dönsuðum fram á rauða nótt og sönnuðum að óvæntu skemmtanirnar eru oft þær bestu líka!

Stelpurnar + borðin.
Yndislegar !

Dagurinn í dag var ofurnotalegur, rokið og rigninin á glugganum og maður á ekkert erindi út. Algjör letidagur þó ég hafi reyndar tekið mig til og endurskipulagt herbergið. Það tekur engan smá tíma að klára þessar blessuðu ferðatöskur en þetta er allt að koma.
Við skötuhjúin enduðum þennan sunnudaginn á leikritinu Blóðbræður sem verið er að sýna hér í bæ. Algjörlega frábært stykki og gaman að sjá hvað hægt er að gera góða hluti þegar margar hendur taka sig saman. Rakel Páls á hrós skilið fyrir frábæran leik og söng en aðrir leikarar komust einnig mjög vel frá sínu. Mæli með að sem flestir kíki á þessa sýningu, mér skilst þó að það sé aðeins ein sýning eftir.

Þegar ég les aftur yfir bloggið, þá virðist vera hálfgert þema í því. Heimsóknir og aðrar samkomur, en það er einkenni síðustu viku og hefur hún verið hreinlega æðisleg í alla staði. Rosalega gott að byrja ekki að vinna aaaalveg strax og geta notið tímann í að hitta fólkið sitt og eiga með þeim góðar stundir.

Það er kannski einkennilegt að hafa þurft að fara alla leið til Ameríku til að sjá það hvað maður er heppin með allt fólkið í kringum sig en við skulum allavega segja að það sé góð áminning.
Ég tala nú ekki um fólkið sem hefur komið til mín og hvatt mig til að halda mínum netskrifum áfram og til ykkar segi ég Takk :) Takk fyrir að fylgjast með og lesa, það er mér mikil hvatning og mér hlýnar alveg um hjartarætur að heyra þau orð.
Spennandi tímar framundan, vinnan að hefjast í vikunnni, útskrift Viktoríu, ferming Kormáks á Akureyri, árgangsmót og margt fleira. Ég ætla að leyfa mér að hlakka til þess en gleyma þó ekki að njóta líðandi stundar! En það finnst mér góð speki.

Eigið frábæra viku kæru lesendur,
- Líf


Sunday, May 6, 2012

Síðustu dagarnir í Huntsville & langþráð heimkoma

Þá erum við bara komin heim.

Ég viðurkenni að við vorum ansi fegin að hitta fólkið og bara vera á Íslandinu góða.

Síðustu dögunum okkar i Huntsville eyddum við í kommúnu með strákunum það sem íbúðin okkar var orðið alveg tóm. Raggi krækti sér í góða flensu sem var ekki alveg það besta í prófa & pökkunartíð. En það gekk allt upp á endanum og við ferðuðumst með 9 ferðatöskur sem var ekki alveg það skemmtilegasta! En við náðum i staðinn að taka nánast allt með sem við vildum taka með, föt, skó, veggmyndir og eldhúsdót. Restina náðum við síðan að selja og Esra hinn mikli meistari setti punkinn yfir i-ið með því að selja bílinn okkar á föstudaginn síðasta. Við stöndum í mikilli þakkarskuld við hann Esra sem hefur algjörlega verið að bjarga okkur eftir að við komum heim!




Svona eiga þjónar að vera :)

Dagarnir heima hafa verið ósköp notalegir, það tekur að vísu óendanlega langan tíma að leysa úr töskuflóðinu en þetta er allt í áttina.

Raggi fór í aðgerð á fimmtudagsmorgun og gekk það bara vel. Erum mjög fegin að það er bara búið núna. Nú tekur við endurhæfing og sjúkraþjálfari og entóm gleði en Raggi stendur sig vel.

Það hefur verið æðislegt að hitta allt fólkið okkar og komast aftur í kynni við íslenskan mat. Er búin að sakna þess þvílíkt !

Ætla að leyfa nokkrum myndum að fylgja af vikunni á Íslandi ;;

Erfitt ferðalag, en þessi virði!

Yndislegt að hitta þessa skvísu aftur 


 Rúntur með uppáhalds :*

Fallegi báturinn þeirra pabba & Önnu

Sjómaðurinn

Fengum um 80 kg af þorski á rúmum hálftíma,
vil meina að ég sé aflakló!