"Every great dream begins with a dreamer. Always remember, you have within you the strength, the patience, and the passion to reach for the stars to change the world."
Harriet Tubman
Mars-mánuður er tími Árshátíða hjá mörgum. Þannig er það einmitt hjá mér en ég fer líklegast á 2-3 árshátíðir þetta árið. Ég viðurkenni alveg að það væri sko ekki ónýtt að geta skottast í H&M og fleiri búðir í Bandaríkjunum núna og náð sér í 3 dress eða svo. En það er ekki alveg jafn auðvelt hér á klakanum góða. Þegar ég bjó úti vantaði stundum tilefnin fyrir fallega kjóla en hér heima vantar að geta keypt sér fallega kjóla á góðu verði.
Rakst á þessa á netbrölti morgunsins:
Asos, Nastygal, Forever 21 & H&M.
Það verður reyndar að teljast harla ólíklegt að einhver þeirra verði minn árshátíðarkjóll þar sem ég er nú ekkert á leið út en það má alltaf láta sig dreyma og fá hugmyndir. Eina sem ég er búin að ákveða er að vera ekki í svörtum, ég á alltof marga svarta kjóla og það styttist nú í sumarið.
Veðrið í Reykjavík svíkur ekki frekar en fyrri daginn.
Ég byrjaði daginn á 90 mínútna heitsteinanuddi, ég hugsa að það séu ekkert margar betri leiðir til þess að byrja daginn.
Langaði að deila með ykkur smá ljúfmeti .
Ég prufaði að gera svona fyrir nokkrum vikum síðan en ég sá mynd af svipuðu á netinu en gerði mér ekki alveg grein fyrir því hvað nákvæmlega væri í því. Ég átti hvítt súkkulaði sem ég bræddi og Múslí. Svo keypti ég jarðaber og dýfði þeim í súkkulaðið, því næst fór jarðaberið í múslibað og þaðan í kæli þar til það þornaði.
Útkoman var mjög góð og væri ekkert alvitlaust Valentínusarsnarl.
Já það er Valentínusardagur og já ég ætla mér að gera eitthvað rosalega væmið og rómantískt því að það er svo gaman að gera eitthvað öðruvísi og skemmtilegt, sama hvaðan siðurinn kemur.
Síðustu vikur hafa verið hreint út sagt ótrúlegar!
Ég er svei mér þá ennþá að ná mér niður.
Í gærkvöld kláraðist kvöldskólinn sem ég hef verið í síðan í janúarbyrjun og í síðustu viku héldum við Framdaga & kosið var til Stúdentaráðs. Það er því kannski ekki að ástæðulausu að síðustu dagar hafa hreinlega flogið hjá og allt í einu er komin febrúar og rúmlega það. Það breytir því þó ekki að ég mun aldrei gleyma þessum janúarmánuði, öllu því sem gekk á, sigrunum & öllu því yndislega fólki sem ég hef fengið tækifæri til þess að kynnast.
Mér finnst oft rosalega gott að hafa mörg járn í eldinum og hafa alltaf nóg fyrir stafni, það breytir því þó ekki að hvíldir inná milli eru langþráðar og nauðsynlegar.
Fyrst voru það Framadagar en það verkefni hófst snemma í nóvember.
Undirbúningur:
Forstjóraviðtöl fyrir auglýsingaherferð
Skipulagning, uppröðun fyrirtækja
Allt byrjaði þetta sem teikning á blaði!
Raggi að halda erindi á upplýsingafundi fyrir
fyrirtækin.
Bæklingurinn okkar
Lukkuhjólið að verða klárt!
Blöðrumanía
Uppsetning bása
Spenntur viðburðarstjóri !
Gert & græjað
Dagurinn sjálfur:
Ég sá um standandi kokteil í fyrsta skiptið. Í lok dagsing komu fyrirtækin saman í snyttur & léttvín. Það var mjög skemmtileg reynsla og ég vona innilega að þetta sé ekki í síðasta sinn sem ég fæ svipuð verkefni.
Viðburðurinn tókst vonum framar og voru allir sem komu að máli við okkur rosalega sáttir og Framadagateymið í skýjunum með árangurinn.
Því bar að sjálfsögðu að fagna:
Sáttar Mohito-systur á UNO
Raggi & Dana handsome með sína kokteila.
Skálað.
Stærsti viðburður sem ég tek þátt í að skipuleggja og mér langar að endurtaka hvern dag. Það er án efa draumurinn minn að fá einhvern tímann tækifæri til þess að starfa í tenglsum við námið mitt og í nákvæmlega þessum geira. En það er þá bara að stefna hátt, þýðir ekkert annað!
Á sama tíma var ég svo óstjórnlega heppin að vera partur af frábærum hóp fólks sem bauð sig fram til stúdentaráðs. Allt í einu var ég komin í framboð fyrir hönd míns sviðs, félagsvísindasviðs. Það var alltaf eitthvað skemmtilegt að gerast en á sama tíma mikil og krefjandi vinna. Ég kynntist fullt af nýju og skemmtilegu fólki á sama tíma og ég öðlaðist dýrmæta reynslu sem ég mun alltaf búa að. Ég get ekki beðið eftir áframhaldandi samstarfi!!
Nokkrar myndir úr ferlinu:
Við Vera mín á leið til Laugavatns
Kökuboð Vöku.
Gísli Marteinn dómari í bollakökukeppni
Lukkuhjólið góða!
Beer-Pong
Meira beer-pong
LOKS = Sigur.
Það skemmdi náttúrulega ekki fyrir hversu stóran sigur við unnum í lok seinni kosningadagsins. Ég mun aldrei gleyma þessum skemmtilega sem og lærdómsríka mánuði og þessi færsla mun hjálpa mér við að rifja hann upp.
Mér finnst mjög svo viðeigandi að enda þetta á úrslitastundinni en þetta er augnablik sem ég mun aldrei gleyma:
Takk allir sem að komu fyrir stórskemmtilegar stundir!
Maðir getur ekki annað en brosað þegar veðrið hagar sér líkt og undanfarna daga. Maður fer ósjálfrátt að skoða fallega bjarta og sumarlega hluti til þess að lífga upp á heimilið. Hvar annars staðar en í IKEA?