Sunday, December 9, 2012

Prófprófpróf



Jájá ég bara steinþegi í prófatíð.

4 próf í komandi viku sem er ekkert nema bullandi gleði. Stærðfræðin er búin að eiga minn hug og hjarta alla helgina og ég er nokkurn veginn komin með æluna af henni. Þetta blessaða fag virðist elta mig hvert ég sem ég fer..... En það er vika eftir! Svo er það langþráða jólafríið.

Gangi ykkur öllum vel í jólaprófunum og þið hin, njótið þess að vera til á þessum dásamlegasta tíma ársins.

- Líf

Tuesday, December 4, 2012

Meiri snjó, meiri snjó, meiri snjó ..

.. " Það gleðst allur krakkakórinn
      er kemur jólasnjórinn
      og æskan fær aldrei nóg"

Já ég er greinilega hluti af æskunni ennþá, sem er nú aldeilis gott. Allavega þrái ég meiri snjó og mikið meiri snjó. Ég er hinn klassíski Íslendingur sem langar í betra veður og meiri hita 10 mánuði ársins. Í kringum jólamánuðinn er ég alveg í hina áttina. Nú langar mér að vinda mér í úlpu og hlýjar buxur og byggja snjókall útí garði. Gæti mögulega spilað inní að blessuð prófin eru byrjuð.... Talndi um þau þá er eitt kvikindi búið og ekki nema fjögur eftir. Byrjaði á inngangi að stjórnun sem gekk fínt en það er reyndar einn af mínum uppáhalds áföngum. Næsta mánudag er góðvinur minn ... stærðfræðin sem ég held alltaf að ég sé laus við en birtist einhvern veginn aftur og aftur... En þá er bara skal, vil, ætla !!

Ég er búin að skreyta allt hátt og lágt, það er búið að fela tréskömmina enda væri hún annars líklega orðin sigin til dauða á sjálfum jólum. Svo það er kannski ekki það versta. Jólin eru komin á Tjarnargötuna en líka á Kexið : 





Elsku krúttlega Kexið, séð bakvið. 
Þetta er bakgarðurinn, hrikalega mikið skreytt sem er aldeilis að mínu skapi.


Móttakan
Heitt súkkulaði með piparmyntudropum
Peysurnar í desember eru alveg málið í dag :)

Og smá Tjarnó :



Ég náði að hemja mig með aðventuljósið þar til
á sunnudaginn. Enda óskrifuð regla.

Jóló, svo skemmir ekki fyrir að það er kökulykt
af kertinu svo það er eins og maður sé alltaf nýbúinn
að baka!

 Og svo það nýjasta í boði elsku bestu Söstrene Grene sem ég gjörsamlega elska að koma inní. 
Það er alltaf eitthvað nýtt og skemmtilegt þar og svo er verðið alveg hrikalega sanngjarnt. 
Krúttkúlur sem jafnvel ég get sett saman á ekki löngum tíma.