Sunday, July 15, 2012

Íslensk náttúra

Útilega um helgina með stórfjölskyldunni, byrjuðum við Seljalandsfoss og héldum áfram að Klaustri. Frábær ferð þar sem íslensk náttúra skartaði sínu fegursta eins og við var að búast. Alveg merkilegt hvað maður á margt eftir í þeim málum en ég nýt þess alltaf í botn að skoða mig um á klakanum góða, ég tala nú ekki um í góðum félagsskap.

Ætla að leyfa nokkrum velvöldum myndum að fylgja með sem ég var að dunda mér að taka í ferðinni ;
Njótið vel :)









Kvöldsólin





Tuesday, July 10, 2012

Fastir liðir eins og venjulega

Óvissuferðin sem haldin er árlega hjá okkur vinkonunum. Við skiptumst á, litir hópar innan stóra vinahópsins að skipuleggja fyrir hinar. Í þetta sinn voru það þær stöllur Katla, Þórdís, Lilja og Eyrún sem voru að verki og tókst það ekkert smá vel upp hjá þeim :)
Við mælum með þessu fyrir alla vinahópa sem ekki hafa prófað :-)

Írskir dagar voru stórkostlega skemmtilegir eins og alltaf, það er eitthvað við það þegar fólk sameinast um eitt markmið, að hafa gaman! Ekki skemmdi fyrir hvað bærinn var fallegur og mikið skreyttur.

Smá Óvissuferðarsyrpa;



-- 2009 --



-- 2010 -- 



-- 2011 -- 

winners!

-- 2012 --

Wednesday, July 4, 2012

Elsku Skaginn ...


Nokkrar myndir eftir gott kvöldrölt í góða veðrinu í tilefni þess að uppáhalds Írskir dagar hefjast á morgun og standa yfir alla helgina :) Ég er ekki búin að bíða nema í 1 ár eftir þessu .......










Ein í lokin í tilefni af uppáhalds helginni sem er senn að ganga í garð. 
Ég mana ykkur til að taka rúnt niður í miðbæ, hann er orðinn vel skreyttur núna og á eftir að verða enn flottari !