Wednesday, August 31, 2011

4 dagar í reisu !

Sælt veri fólkið....
Nú eru nokkrir dagar í ósköpin en þau hefjast á mánudaginn næstkomandi.
Þar munum við hefja leikinn um 16:00 með flugi til London en þar ætlum við að gista eina nótt og vonandi túristast eins og tími gefst. Því næst er ferðinni heitið til Amstredam og þaðan til Accra sem er höfuðborg Ghana.

Smá fróðleikur um landið (wikipedia)


"""""""""" Lýðveldið Gana er ríki í Vestur-Afríku með landamæri að Fílabeinsströndinni, Búrkína Fasó og Tógó strönd að Gíneuflóa í suðri. Gana var áður bresk nýlenda og hét þá Gullströndin, en nafninu var breytt þegar landið fékk sjálfstæði árið 1957. Nafnið vísar til Ganaveldis frá miðöldum, þótt það hafi raunar aldrei náð til núverandi Gana.
Höfuðborg Gana er Accra, og búa þar um 2.2 milljónir manna en í landinu í heild búa tæplega 18 milljónir manna."""""""""

Við munum starfa á barnaheimilinu 5 daga vikunnar en þess á milli ætlum við að vera duglegar að ferðast um landið. Við snúum aftur heim þriðjudaginn 4. október.

Hér getiði fylgst með mér kæru vinir & vandamenn og ég mun reyna að vera eins dugleg og ég get að koma inn með lesefni og myndir.

XXX Líf